fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
433Sport

Breiðablik búið að samþykkja tilboð frá Óskari Hrafni í Anton

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 3. janúar 2024 10:35

Mynd/Helgi Viðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anton Logi Lúðvíksson er nálægt því að ganga í raðir Haugesund í Noregi, er hann mættur til Noregs til að ganga frá sínum málum.

Þetta herma heimildir 433.is en norska félagið hefur rætt við Breiðablik undanfarnar vikur um kaupverð. Er samkomulag um það nú í höfn.

Óskar Hrafn Þorvaldsson tók við þjálfun Haugesund síðasta haust eftir góð ár hjá Breiðablik. Anton Logi var í lykilhlutverki hjá Breiðablik síðasta sumar og lék afar vel á miðsvæði liðsins undir stjórn Óskars.

Anton verður annar Íslendingurinn sem Óskar fær til Haugesund en áður hafði hann keypt Hlyn Frey Karlsson frá Val.

Miðjumaðurinn sem er tvítugur fór árið 2020 til SPAL á Ítalíu í stutta stund en fær nú tækifæri í atvinnumennsku.

Anton er í íslenska landsliðshópnum sem er á leið til Bandaríkjanna í verkefni þar sem liðið leikur tvo æfingaleiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Veltu fyrir sér næstu skrefum Halldórs – „Ég held að það sé augljós kostur“

Veltu fyrir sér næstu skrefum Halldórs – „Ég held að það sé augljós kostur“
433Sport
Í gær

Fyrrum enskur landsliðsmaður æfir hjá Frank Lampard – Vona að hann skrifi undir

Fyrrum enskur landsliðsmaður æfir hjá Frank Lampard – Vona að hann skrifi undir
433Sport
Í gær

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fann að margt hafði breyst á níu árum – Eiður Smári sannfærði hann en var farinn skömmu síðar

Fann að margt hafði breyst á níu árum – Eiður Smári sannfærði hann en var farinn skömmu síðar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þetta hafa veðbankar að segja um fallbaráttuna – Bjartsýni fyrir hönd KR en Mosfellingar þurfa kraftaverk

Þetta hafa veðbankar að segja um fallbaráttuna – Bjartsýni fyrir hönd KR en Mosfellingar þurfa kraftaverk