fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
433Sport

Efast um sannleikann í frétt Viðskiptablaðsins – „Þetta er bara gisk“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 3. janúar 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörvar Hafliðason, stjórnandi Dr. Football efast um það að listi Viðskiptablaðsins um launahæstu atvinnumenn í heimi sé réttur.

Það sem fær Hjörvar til að efast um fréttina sem birtist rétt fyrir lok ársins er það að Sverrir Ingi Ingason, varnarmaður Midjylland sé í þrettánda sæti.

Sverrir var fyrri hluta árs hjá PAOK í Grikklandi og gerði svo stóran samning í Danmörku.

„Minn uppáhalds miðill fyrir utan Dr. Football er Viðskiptablaðið, hins vegar hefur þeir mátt hringja í mig áður en þeir birtu listann um 40 launahæstu atvinnumennina. Ég gef mér að hér sé alls konar bull,“ sagði Hjörvar í sínum nýjasta þætti.

Hann segir að nokkrir leikmenn sem eru settir ofar á listann en Sverrir séu aldrei með hærri laun en hann. Sverrir var samkvæmt Viðskiptablaðinu með 110 milljónir á síðasta ári.

„Ég get lofað ykkur að Orri Steinn, Andri Fannar, Ísak Bergmann, Hörður Björgvin og fleiri eru ekki launahærri en Sverrir Ingi Ingason. Sverrir var fyrir utan Jóhann Berg, mjög nálægt því að vera númer tvö.“

„Hann er ekki 13 launahæsti leikmaðurinn, Jón Daði með 110 milljónir á ári er bull í þriðju efstu deild. Þar er verið að teygja sig.“

„Ég held að Orri Steinn sé á unglingasamninga, hann er ekki á þessum 120 milljónum eins og þeir segja þarna.“

Jóhann Berg er launahæsti atvinnumaður Íslands samkvæmt Viðskiptablaðinu með 580 milljónir í árslaun. „Þetta er bara gisk,“ segir Hjörvar um listann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Allt í rugli hjá Beckham fjölskyldunni – Búinn að ‘blokka’ bræður sína á samskiptamiðlum

Allt í rugli hjá Beckham fjölskyldunni – Búinn að ‘blokka’ bræður sína á samskiptamiðlum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Skilur ekkert í kaupstefnu Arsenal – Hefði frekar framlengt við Nwaneri

Skilur ekkert í kaupstefnu Arsenal – Hefði frekar framlengt við Nwaneri
433Sport
Í gær

Guardiola mætti á eftirsótta tónleika og hitti son söngvarans

Guardiola mætti á eftirsótta tónleika og hitti son söngvarans
433Sport
Í gær

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli