Chelsea er óvænt opið fyrir því að selja núverandi fyrirliða sinn, Conor Gallagher, til grannana í Tottenham.
Frá þessu greina enskir miðlar en Gallagher hefur borið bandið mörgum sinnum á tímabilinu þar sem aðalfyrirliði liðsins, Reece James, hefur verið mikið meiddur.
Gallagher er uppalinn hjá Chelsea og fær reglulega að spila en Tottenham ku hafa áhuga á að fá hann í sínar raðir.
Tottenham þyrfti þó að borga 50 milljónir punda fyrir leikmanninn sem er 23 ára gamall og leikur á miðjunni.
James Maddison er meiddur og þarf Tottenham breidd á miðsvæðinu og þá gæti Pierre-Emile Hojbjerg verið á förum í janúar.