Jesse Marsch viðurkennir að hann sjái eftir því að hafa ekki samþykkt tilboð frá Leicester á síðasta ári.
Leicester vildi ráða Marsch til starfa í von um að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni en Bandaríkjamaðurinn var stuttu áður rekinn frá Leeds.
Marsch náði ekki að sanna sig sem stjóri Leeds en önnur félög í efstu deild sýndu honum áhuga um leið og brottreksturinn átti sér stað.
,,Ég var mjög nálægt því að taka við Leicester en að lokum taldi ég að ég væri ekki tilbúinn að snúa aftur svo snemma,“ sagði Marsch.
,,Þegar ég horfi til baka, þetta er frábært félag og ég hefði mögulega átt að samþykkja það boð.“
,,Ég íhugaði einnig að taka við Southampton en við vorum ekki á sömu vegalengd varðandi framtíðina.“