Arnór Sigurðsson skrifaði í dag undir samning við Blackburn og er endanlega genginn í raðir félagsins.
Landsliðsmaðurinn hefur verið á láni hjá enska B-deildarliðinu það sem af er leiktíð frá CSKA Moskvu og heillað mikið.
Nú er hann endanlega kominn til félagsins og skrifar hann undir samning út næstu leiktíð.
✍️ We are delighted to announce that @arnorsigurdsson has signed a permanent contract with the club 🇮🇸#SiggySigns | #Rovers 🔵⚪️
— Blackburn Rovers (@Rovers) December 22, 2023