Cristiano Ronaldo framherji Al-Nassr í Sádí Arabíu vildi ekki fá vítaspyrnu sem dómari leiksins í leik gegn Persepolis ætlaði að dæma í gær.
Al-Nassr og Persepolis mættust þá í Meistaradeildinni í Evrópu en Persepolis kemur frá Íran.
Ronaldo féll í teignum snemma leiks og ætlaði dómari leiksins að dæma vítaspyrnu, Ronaldo var fljótur til og lét hann vita að það væri ekki réttur dómur.
Ronaldo veifaði til dómarans og fór svo og ræddi við hann, lét hann vita að þetta væri aldrei vítaspyrna.
Dómarinn fór svo í VAR skjáinn og breytti dómnum sínum en Ronaldo fær mikið lof fyrir þessa hegðun sína.
👏 Great act of sportsmanship by Cristiano Ronaldo after he informs the referee that a penalty decision was incorrect, despite the referee initially awarding it.pic.twitter.com/OUhlZeQ8wO
— Persian Soccer (@prznsoccer) November 27, 2023