Ítalski blaðamaðurinn Rudy Galetti segir að Manchester United og Juventus eigi í viðræðum um Jadon Sancho.
Eins og flestir vita er Sancho algjörlega úti í kuldanum hjá Erik ten Hag, stjóra United. Hann á enga framtíð undir hans stjórn og þarf að koma sér burt í janúarglugganum.
Juventus er eitt af félögunum sem hafa áhuga á honum ætla að reyna að fá hann á láni í janúar.
Sancho þénar vel á Old Trafford en með lánssamingnum myndi Juvetnus borga einhvern hluta launa hans.
Englendingurinn ungi gekk í raðir United frá Borussia Dortmund árið 2021 fyrir 73 milljónir punda. Hann hefur engan veginn staðið undir þeim verðmiða og nú er útlit fyrir að hann spili ekki fleiri leiki fyrir félagið.