ÍBV 2 – 2 Fram
0-1 Tiago(’52)
1-1 Sverrir Páll Hjaltested(’80)
2-1 Sverrir Páll Hjaltested(’85)
2-2 Þengill Orrason(’91)
Það var mikið fjör í Bestu deild karla en einn leikur fór fram í dag og spilað var í Eyjum.
Heimamenn í ÍBV fengu þar Fram í heimsókn og virtust ætla að næla í þrjú mikilvæg stig í botnbaráttunni.
Tiago kom Fram yfir í þessum leik en Sverrir Páll Hjaltested skoraði svo tvö mörk undir lok leiks og staðan allt í einu 2-1.
Það virtist ætla að tryggja ÍBV stigin þrjú eða þar til í uppbótartíma er Þengill Orrason skoraði gríðarlega mikilvægt mark fyrir Fram til að tryggja eitt stig.