Aleksandar Mitrovic hefur skotið nokkuð föstum skotum á sín fyrrum félög á Englandi, Fulham og Newcastle.
Mitrovic ákvað að skella sér til Sádí Arabíu í sumarglugganum fyrir alvöru launahækkun en hann var áður á mála hjá Fulham.
Serbinn segist sakna Englands nákvæmlega ekki neitt og segist í dag vera að spila fyrir topplið, annað en á Englandi.
Mitrovic er talinn fá 400 þúsund pund í vikulaun og borgaði hans nýja lið, Al Hilal, 46 milljónir punda fyrir hans þjónustu.
,,Þegar ég fékk boðið frá Al Hilal þá ræddi ég það við mína fjölskyldu og að hafna því var ómögulegt,“ sagði Mitrovic.
,,Ég sakna Englands ekki neitt, ég spilaði þarna í mörg ár. Ég er ánægður með að vera loksins kominn í topplið. Al Hilal er eins og Real Madrid er í Evrópu.“