Manchester United er búið að losa sig við markmanninn Nathan Bishop sem er 23 ára gamall.
Bishop fékk að spila með varaliði Man Utd á undirbúningstímabilinu og þá í leik gegn Wrexham.
Framtíð leikmannsins er hins vegar ekki á Old Trafford og hefur hann verið seldur til Sunderland.
Bishop skrifar undir þriggja ára samning við Sunderland sem leikur í næst efstu deild Englands.
Bishop þykir vera öflugur markmaður en hann er annar markmaðurinn til að kveðja Man Utd í sumar á eftir David de Gea.