fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

Íslandi brá fyrir í lygilegri upptalningu – Danglaði skaufanum í andlit sofandi vinar

433
Laugardaginn 6. september 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daninn Thomas Gravesen var magnaður karakter innan vallar sem utan. The Upshot reifaði feril hans og tók fyrir nokkrar góðar sögur.

Á tíunda áratugnum var Gravesen farinn að vekja athygli með Vejle í heimalandinu. Hann fékk að vísu sex mánaða bann á einum tímapunkti fyrir skelfilega tæklingu á liðsfélaga. Það breytti því hins vegar ekki að Gravesen fékk skipti til þýska stórliðsins Hamburg.

Þar gerði kappinn ýmislegt af sér og mætti meðal annars með flugelda á æfingu í eitt skiptið og kveikti í þeim á æfingasvæðinu. Gravesen var mikið fyrir svona athæfi því hann mætti einu sinni með paintball byssu á æfingu Everton síðar á ferlinum og hóf að skjóta á liðsfélaga.

Gravesen fór einnig illa með liðfélaga sína í danska landsliðinu. Hann setti ísmola í stuttbuxur Jesper Grønkjær á HM 2002. Ári síðar danglaði hann lim sínum í andlitið á Claus Jensen sem lá í sakleysi sínu í grasinu.

Síðar mætti Gravesen Íslandi með danska landsliðinu. Hann fór á kostum er Danmörk vann 6-0. Mike Tyson var staddur í Kaupmannahöfn og var heillaður af frammistöðum Gravesen. Hann fékk treyjuna hans og var í henni á meðan hann dvaldi í dönsku höfuðborginni.

Árið 2005 fór Gravesen afar óvænt í stjörnum prýtt lið Real Madrid. Þar lét hann stjörnur á borð við Ronaldo, Figo og Zinedine Zidane ekki komast upp með neitt múður. Hann stríddi þeim og tók í þá reglulega.

Á þessum tíma var Gravesen með dönsku klámstjörnunni Kira Eggerts. Þegar liðsfélagar báðu hann um myndir sagði kappinn: „Gúgglaðu hana bara, það er nóg af myndum þar.“

Gravesen var þó síðar ekki í náðinni hjá Real Madrid og fór til Celtic. Þar lenti hann í útistöðum við agaða stjórann Gordon Strachan. Eru sögur af því þegar Gravesen hélt dagblaði fyrir andlitinu á sér á meðan Strachan hélt liðsfund. Var Daninn búinn að búa til göt fyrir augun í sér.

Gravesen lagði skóna á hilluna aðeins 32 ára gamall og eyddi eftir það miklum tíma í Las Vegas. Kappinn er 47 ára gamall í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ósætti á bak við tjöldin – Gæti fengið sparkið fljótlega

Ósætti á bak við tjöldin – Gæti fengið sparkið fljótlega
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arsenal biðlar til ensku úrvalsdeildarinnar

Arsenal biðlar til ensku úrvalsdeildarinnar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Valtý heitt í hamsi og spyr hvort Íslendingar telji sig öðrum fremri – „Maður er búinn að heyra þessa skýringu allt of oft“

Valtý heitt í hamsi og spyr hvort Íslendingar telji sig öðrum fremri – „Maður er búinn að heyra þessa skýringu allt of oft“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ummæli hans um eiginkonu vinar síns rötuðu upp á yfirborðið – „Ég vissi af þessu“

Ummæli hans um eiginkonu vinar síns rötuðu upp á yfirborðið – „Ég vissi af þessu“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

McTominay fundaði með yfirmönnunum og bað um leikmann Manchester United

McTominay fundaði með yfirmönnunum og bað um leikmann Manchester United
433Sport
Í gær

Er þetta arftaki Salah á Anfield?

Er þetta arftaki Salah á Anfield?
433Sport
Í gær

Staðfesta sorglegt andlát – Var þekkt nafn á svæðinu

Staðfesta sorglegt andlát – Var þekkt nafn á svæðinu