fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Messi sagður hafa rætt við Mbappe – ,,Farðu til Real“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 25. júní 2023 20:22

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lionel Messi, fyrrum leikmaður Paris Saint-Germain, er sagður hafa rætt við Kylian Mbappe áður en hann yfirgaf félagið á dögunum.

Messi hefur skrifað undir samning við Inter Miami í Bandaríkjunum og leikur sinn fyrsta leik líklega í næsta mánuði.

Mbappe er sjálfur sterklega orðaður við brottför frá PSG og þá sérstaklega til Real Madrid.

Samkvæmt Defensa Central á Spáni þá hvatti Messi félaga sinn Mbape til þess að yfirgefa frönsku höfuðborgina í sumar.

,,Ég væri frekar til í að þú myndir semja við Barcelona en ef þú vilt fara til Real Madrid, gerðu það. Þú átt skilið þá áskorun,“ er Messi sagður hafa sagt við Mbappe.

Mbappe vill sjálfur komast til Real samkvæmt nýjustu fregnum en hann er bundinn PSG til næsta árs.

Ef PSG ákveður að selja ekki í sumar á félagið í hættu á að missa framherjann frítt næsta sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Enskt stórlið á meðal þeirra sem fylgdust með Ronaldo yngri

Enskt stórlið á meðal þeirra sem fylgdust með Ronaldo yngri
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segja samkomulag í höfn um verðmiða á Gyokeres – Mun lægri en flestir bjuggust við

Segja samkomulag í höfn um verðmiða á Gyokeres – Mun lægri en flestir bjuggust við
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Yfirgaf ólétta eiginkonu fyrir tvítuga konu – „Mig langar til þess að æla“

Yfirgaf ólétta eiginkonu fyrir tvítuga konu – „Mig langar til þess að æla“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Verður líklegast áfram á Englandi

Verður líklegast áfram á Englandi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hótelverð hækkaði um 900 prósent á einni nóttu og barir ætla að hækka verðið hressilega

Hótelverð hækkaði um 900 prósent á einni nóttu og barir ætla að hækka verðið hressilega
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Dramað að taka enda – Vardy ætlar að borga Rooney 200 milljónir

Dramað að taka enda – Vardy ætlar að borga Rooney 200 milljónir