fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Myndband frá Íslandi vekur heimsathygli – Gæslumaður tók harkalega á boðflennu

433
Föstudaginn 23. júní 2023 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og allir vita nú mætti Cristiano Ronaldo á Laugardalsvöll með portúgalska landsliðinu í vikunni. Sumir voru spenntari en aðrir að sjá kappann.

Ronaldo skoraði eina mark leiksins í grátlegu tapi íslenska landsliðsins gegn því portúgalska á þriðjudag. Í ofanálag var markið nokkuð umdeilt og mikil ranstöðulykt af því.

Öll augu beindust að Ronaldo í Laugardalnum í 200. landsleik kappans. Var afar vel tekið á móti honum.

Ekki allir létu það duga að bera goðsögn sína augum og vildu komast í meiri nánd við kappann.

Einn áhorfandi hljóp inn á völlinn eftir sigurmark Ronaldo og var hársbreidd frá því að ná til hans þegar Ruben Dias, liðsfélagi Ronaldo, ýtti honum frá.

Þaðan tók gæslumaður við og tók harkalega á boðflennunni.

Twitter-aðgangurinn Out of Context Football birti myndband af þessu á Twitter sem hefur vakið gríðarlega athygli. Yfir þrjár milljónir manna fylgja aðganginum og hafa vel yfir tvær milljónir séð myndbandið nú þegar, en það birtist seinni partinn í gær.

Myndbandið sem um ræðir má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Arsenal kaupir danska miðjumanninn

Arsenal kaupir danska miðjumanninn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið í lokaleik Íslands – Færri breytingar en einhverjir vilja

Líklegt byrjunarlið í lokaleik Íslands – Færri breytingar en einhverjir vilja
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stjórnarmaður KSÍ kemur Þorsteini og framkomu hans til varnar – „Það er ekkert pláss fyrir viðkvæmt fólk í blaðamennsku“

Stjórnarmaður KSÍ kemur Þorsteini og framkomu hans til varnar – „Það er ekkert pláss fyrir viðkvæmt fólk í blaðamennsku“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Heinze aðstoðar Arteta
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hafa fengið 80 milljónir á mótinu hingað til

Hafa fengið 80 milljónir á mótinu hingað til
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vaknaði og fór að hágráta vegna Jota – ,,Svo ótrúlega sársaukafullt“

Vaknaði og fór að hágráta vegna Jota – ,,Svo ótrúlega sársaukafullt“