Manchester United hefur fengið frábærar fréttir fyrir sumargluggann sem opnar þann 1. júlí næstkomandi.
Chelsea hefur ákveðið að draga sig úr kapphlaupinu um Andre Onana sem var markmaður Inter Milan á síðustu leiktíð.
Onana stóð sig gríðarlega vel með Inter sem komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og tapaði þar fyrir Manchester City.
David de Gea hefur í mörg ár eða síðan 2011 verið aðalmarkmaður Man Utd en hann gæti verið að færa sig yfir til Sádí Arabíu.
Onana var orðaður við bæði Man Utd og Chelsea en Chelsea horfir nú annað samkvæmt the Evening Standard.
Það þýðir að Man Utd er í bílstjórasætinu þegar kemur að Onana sem spilaði áður fyrir Ajax í Hollandi.