fbpx
Laugardagur 06.september 2025
433Sport

Lengjudeild karla: Markaregn í kvöld – Afturelding með flugeldasýningu og Skagamenn sýndu karakter

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 16. júní 2023 21:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var svakalegt fjör í Lengjudeild karla í kvöld þegar þrír leikir fóru fram.

Afturelding fór aftur á toppinn með sigri gegn Njarðvík en liðið setti upp flugeldasýningu í Mosfellsbænum í kvöld.

Arnór Gauti Ragnarsson fór gjörsamlega á kostum í kvöld og gerði fjögur mörk í 7-2 sigri heimamanna. Það er óhætt að segja að lærisveinar Magnúsar Más Einarssonar séu að heilla það sem af er tímabili.

ÍA gerði vel og kom til baka úr erfiðri stöðu gegn Þrótti R. Skagamenn voru lentir 1-3 undir en unnu að lokum 6-3. Viktor Jónsson gerði þrennu í leiknum.

Þór vann þá Selfoss. Alexander Már Þorláksson kom þeim í 2-0 en Gonzalo Zamorano minnkaði muninn fyrir Selfyssinga. Guðmundur Tyrfingsson gat jafnað fyrir gestina þegar tæpar tíu mínútur lifðu leiks en hann klikkaði úr vítaspyrnu.

Afturelding 7-2 Njarðvík
0-1 Rafael Victor
1-1 Marc McAusland (Sjálfsmark)
2-1 Arnór Gauti Ragnarsson
3-1 Arnór Gauti Ragnarsson
3-2 Oumar Diouck
4-2 Arnór Gauti Ragnarsson
5-2 Arnór Gauti Ragnarsson
6-2 Oliver Jensen
7-2 Elmar Kári Enesson Gogic

ÍA 6-3 Þróttur 
1-0 Viktor Jónsson
1-1 Guðmundur Axel Hilmarsson
1-2 Aron Snær Ingason
1-3 Ágúst Karel Magnússon
2-3 Arnleifur Hjörleifsson
3-3 Hlynur Sævar Jónsson
4-3 Viktor Jónsson
5-3 Arnór Smárason
6-3 Viktor Jónsson

Þór 2-1 Selfoss
1-0 Alexander Már Þorláksson
2-0 Alexander Már Þorláksson
2-1 Gonzalo Zamorano

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fundaði með Guehi eftir rússíbanann með Liverpool

Fundaði með Guehi eftir rússíbanann með Liverpool
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vilja gera við hann samning svo hann klári ferilinn í Bítlaborginni

Vilja gera við hann samning svo hann klári ferilinn í Bítlaborginni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hrósar Íslandi og hefur áhyggjur af sínum mönnum

Hrósar Íslandi og hefur áhyggjur af sínum mönnum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Jón Dagur: „Þú mátt kalla þetta það sem þú vilt“

Jón Dagur: „Þú mátt kalla þetta það sem þú vilt“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stjarna Chelsea ældi á miðjan völl í nótt eftir harkalegt samstuð við leikmann Arsenal – Sjáðu atvikið

Stjarna Chelsea ældi á miðjan völl í nótt eftir harkalegt samstuð við leikmann Arsenal – Sjáðu atvikið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mikill áhugi í Sádí Arabíu á Maguire sem er klár í að skoða málið

Mikill áhugi í Sádí Arabíu á Maguire sem er klár í að skoða málið
433Sport
Í gær

Faðir landsliðsmanns fer mikinn á Facebook – Hjólar í bæði Arnar Gunnlaugs og Ólaf Inga

Faðir landsliðsmanns fer mikinn á Facebook – Hjólar í bæði Arnar Gunnlaugs og Ólaf Inga
433Sport
Í gær

Sigurður Þór ráðinn þjálfari Fylkis til næstu ára

Sigurður Þór ráðinn þjálfari Fylkis til næstu ára