fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

FH ætlar að nota helgina í að skoða hvernig félagið snýr sér í máli Morten

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 16. júní 2023 11:00

Fréttablaðið / Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FH-ingar ætla að taka næstu daga til að skoða hvað félagið gerir eftir dóm Knattspyrnusambandsins í gær er varðar greiðslur til Morten Beck Andersen.

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur kveðið upp dóm í máli FH gegn Morten Beck Guldsmed. Hefur áfrýjunardómstóll KSÍ staðfest úrskurð aga- og úrskurðarnefndar KSÍ um að knattspyrnudeild FH skuli sæta sekt að upphæð kr. 150.000,-. Þá hefur áfrýjunardómstóll staðfest úrskurð um að knattspyrnulið FH í meistaraflokki karla skuli sæta félagaskiptabanni í eitt félagaskiptatímabil ef ekki er gengið frá uppgjöri í samræmi við niðurstöðu samninga- og félagaskiptanefndar frá 10. ágúst 2022 innan 30 daga frá því að dómurinn er kveðinn upp.

FH er gert að gera upp við Morten Beck og er það um 24 milljónir króna sem félagið skuldar nú Morten.

FH er ósammála dómnum og mun skoða hvernig félagið snýr sér í málinu. „Við ætlum að aðeins að taka næstu daga í að skoða þetta, fara betur yfir dóminn og ákveða hvað við gerum í framhaldinu,“ segir Davíð Þór Viðarsson yfirmaður knattspyrnumála hjá FH við 433.is.

„FH hefur greitt MBG allar greiðslur skv. samningi aðila og MBG hefur ótvírætt fengið til sín þá nettó fjárhæð (Netto payment í samningi MBG og kæranda FH, var hugsuð til skýringa á því að húsnæði og afnot á bíl væru utan „Netto payment“ sem yfirfært á íslensku er nettó greiðsla ekki netto laun) sem aðilar sömdu um í samningum sínum. Yrði sú skylda lögð á FH að greiða MBG það sem hann hefur farið fram á í kröfugerð sinni er áréttað að það er ekkert sem tryggir að sú greiðsla myndi skila sér til þriðju aðila sem kröfuna myndu eiga ef einhver væri. Sé FH gert að greiða MBG það sem hann hefur farið fram á er alveg ljóst að MBG væri að fá greitt umfram það sem samið var um og auðgast með ólögmætum hætti,“ sagði í greinagerð FH en KSÍ féllst ekki á þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir
433Sport
Í gær

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“
433Sport
Í gær

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir
433Sport
Í gær

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“