fbpx
Laugardagur 06.september 2025
433Sport

Skellur fyrir stuðningsmenn United – Ólíklegt að félagið verði selt fyrir byrjun næsta tímabils

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 15. júní 2023 21:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kaup nýrra eigenda á Manchester United munu ekki ganga í gegn fyrr en eftir að næsta tímabil í ensku úrvalsdeildinni er hafið.

Þetta segir í frétt the Times í kvöld.

United hefur verið til sölu síðan í lok síðasta árs en ekki hefur sala enn tekist.

Flestir stuðningsmenn United eru æstir að losna við Glazer-fjölskylduna.

Sheik Jassim og Sir Jim Ratcliffe eru líklegustu aðilarnir til að eignast United en hafa tilboð þeirra hingað til ekki verið samþykkt.

Samkvæmt nýjustu fréttum eru núverandi eigendur búnir að ákveða hvern þeir vilja fá til að taka við af þeim og að ekki skilji langt á milli þar til hægt verði að semja.

Allt ferlið gæti hins vegar tekið tíu vikur.

Á dögunum sagði katarskur miðill frá því að Sheik Jassim væri við það að eiganst United en þær fréttir voru byggðar á sandi. Enn fremur er Ratcliffe líklegri til að eignast félagið en Katarinn á þessari stundu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vilja gera við hann samning svo hann klári ferilinn í Bítlaborginni

Vilja gera við hann samning svo hann klári ferilinn í Bítlaborginni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Amorim fór í kvöldverð með Semenyo – Félögin náðu ekki saman

Amorim fór í kvöldverð með Semenyo – Félögin náðu ekki saman
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Jón Dagur: „Þú mátt kalla þetta það sem þú vilt“

Jón Dagur: „Þú mátt kalla þetta það sem þú vilt“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Messi brast í grát í nótt þegar hann lék líklega sinn síðasta dans á heimavelli

Messi brast í grát í nótt þegar hann lék líklega sinn síðasta dans á heimavelli
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mikill áhugi í Sádí Arabíu á Maguire sem er klár í að skoða málið

Mikill áhugi í Sádí Arabíu á Maguire sem er klár í að skoða málið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Dalot meiddist í verkefni með Portúgal og heldur til Manchester

Dalot meiddist í verkefni með Portúgal og heldur til Manchester