fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

„Macron mun ekki hafa nein áhrif á framtíð mína“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 15. júní 2023 19:30

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kylian Mbappe hefur verið mikið í umræðunni undanfarna daga eftir að hann opinberaði það að hann myndi ekki framlengja samning sinn við Paris Saint-Germain.

Frakkinn gerði nýjan tveggja ára samning við PSG fyrir ári síðan með möguleika á ári í viðbót. Aðeins hann sjálfur gat virkjað þann möguleika og lét hann félag sitt vita á dögunum að hann hyggðist ekki gera það.

Þetta kom mönnum í París í opna skjöldu. Fresturinn til að nýta ákvæðið hefði runnið út 1. ágúst og óþarfi fyrir Mbappe að opinbera ákvörðun sína með þessum hætti.

Félagið vill því selja hann í sumar ef kappinn framlengir ekki.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti var einn af þeim sem sannfærðu Mbappe um að vera áfram hjá PSG í fyrra þegar hann var á barmi þess að fara. Hann sagði að hann myndi reyna aftur í ár. Mbappe var spurður út í þetta á blaðamannafundi franska landsliðsins.

„Macron mun ekki hafa nein áhrif á framtíð mína. Hann vill að ég verði áfram hjá PSG og ég líka. Við erum á sömu blaðsíðunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lét ótrúleg ummæli um getnaðarlim sinn falla eftir að hafa misst yfir 60 kíló

Lét ótrúleg ummæli um getnaðarlim sinn falla eftir að hafa misst yfir 60 kíló
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gera stólpagrín að leikmanni Manchester United – Var hann í alvöru að þessu?

Gera stólpagrín að leikmanni Manchester United – Var hann í alvöru að þessu?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Arne Slot mættur í alvöru party á Ibiza

Sjáðu myndbandið – Arne Slot mættur í alvöru party á Ibiza
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Liverpool mjög nálægt því að kaupa öflugan hægri bakvörð

Liverpool mjög nálægt því að kaupa öflugan hægri bakvörð
433Sport
Í gær

Bonnie Blue braut af sér um helgina

Bonnie Blue braut af sér um helgina
433Sport
Í gær

Þetta er upphæðin sem Real Madrid ætlar að bjóða Liverpool til að fá Trent með á HM

Þetta er upphæðin sem Real Madrid ætlar að bjóða Liverpool til að fá Trent með á HM