fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
433Sport

Viðar var sár og svekktur eftir valið – Segir frá algengum misskilningi sem var á kreiki um hann og Eið Smára

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 14. júní 2023 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðar Örn Kjartansson viðurkennir að það hafi verið ansi sárt að vera ekki í íslenska landsliðshópnum fyrir EM 2016 í Frakklandi. Hann ræddi þetta í viðtali við Götustráka á Brotkast.is.

Framherjinn 33 ára gamli var á mála hjá Malmö á þessum tíma og var að gera vel. Hann var í öllum landsliðshópum Lars Lagerback og Heimis Hallgrímssonar fram að EM í Frakklandi en fékk ekki kallið í lokakeppnina.

„Það var mjög særandi, fyrir EM sérstaklega. Ég bjóst við því með HM því ég hafði lent í því áður,“ segir Viðar, en hann var ekki heldur valinn í hópinn fyrir HM í Rússlandi, þrátt fyrir að hafa tekið þátt í undankeppninni þar einnig.

„Ég var að skora á fullu fyrir Malmö og þegar maður skoðar hópinn voru eiginlega bara þrír framherjar – við vorum að spila 4-4-2. Ég var búinn að vera í öllum hópum í undankeppninni.

Ég var búinn í öllum undirbúningnum og svo þegar er komið í lokakeppnina þurfti að fá einhverja yngri með. Ég var með hlutverk í hópnum. Það var orðið vinsælt hjá einhverjum landsliðum að taka einhverja unga með fyrir reynsluna. En við erum Ísland sko, ekki Brasilía.“

Viðar er viss um að hann hefði getað hjálpað Íslandi á EM.

„Ég hefði alveg getað verið með hlutverk, að koma inn á og skora. Margir eru teknir fyrir upplifunina. Ég hefði skilið það ef ég hefði verið búinn að vera meiddur eða ekki getað neitt. En það var ekki þannig.“

Þá segir Viðar það hafa verið algengur misskilningur að hann og Eiður Smári Guðjohnsen væru að berjast um sæti í hópnum.

„Hann var svona miðjumaður/framherji. Við vorum alltaf saman í hópnum árið áður. En menn fóru að tala eins og ég og hann værum að berjast um fjórða lausa sætið. Það var ekkert þannig.“

Höggið var nokkuð mikið fyrir Viðar þegar hann frétti að hann yrði ekki valinn.

„Ég var nokkuð viss um að ég yrði valinn. Ég var svo tilbúinn í jákvæðar fréttir en svona var þetta. Þetta var mikil höfnun en gerði mig samt sterkari. Ég setti hausinn niður og byrjaði að skora á milljón eftir þetta.

Svo í fyrsta leik eftir EM var ég í hóp,“ bætti hann við.

„Það er enginn kali til þjálfarans þannig séð en það er leiðinlegt að vera í öllu nema aðalgigginu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábært kvöld – Tveir fá níu

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábært kvöld – Tveir fá níu
433Sport
Í gær

Mögnuð frammistaða á Laugardalsvelli – Flugeldasýning í síðari hálfleik þar sem Albert meiddist

Mögnuð frammistaða á Laugardalsvelli – Flugeldasýning í síðari hálfleik þar sem Albert meiddist
433Sport
Í gær

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar
433Sport
Í gær

Landsliðið mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun

Landsliðið mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun
433Sport
Í gær

Breytingar sagðar í farvatninu í Kópavogi – Segir að Eiður láti af störfum og Emil Pálsson taki við

Breytingar sagðar í farvatninu í Kópavogi – Segir að Eiður láti af störfum og Emil Pálsson taki við
433Sport
Í gær

Ákærður í 31 lið en neitar sök í öllum liðum – Keyrði inn í mannfjöldann þegar Liverpool fagnaði

Ákærður í 31 lið en neitar sök í öllum liðum – Keyrði inn í mannfjöldann þegar Liverpool fagnaði