fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Brasilía fundar með Ancelotti og eru kannski til í að bíða í ár

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 13. júní 2023 19:30

Carlo Ancelotti / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Carlo Ancelotti þjálfari Real Madrid er eftirsóttur biti og landslið Brasilíu hefur beðið í fleiri mánuði í þeirri von um að ráða hann.

Brasilía ákvað að reka Tite úr starfi eftir HM í Katar sem lauk í desember.

Síðan þá hefur knattspyrnusambandið beðið eftir því að geta herjað á Ancelotti og nú gæti það farið að gerast.

Fundað verður í vikunni en Ednaldo Rodrigues forseti knattspyrnusambandsins þar í landi fundar með umboðsmanni Ancelotti í vikunni.

Samningur Ancelotti gildir í ár í viðbót og útilokar Rodrigues það ekki að bíða í ár ef ekki tekst að losa Ancelotti.

„Ég tek þá ákvörðun ekki einn um hvort við bíðum, ég ræði það við stjórnina og leikmenn. Ákvörðunin þarf að samræmast huga leikmanna. Við viljum ráða Ancelotti og við eltumst við þann draum,“ segir Rodrigues.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur