fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Eyjan

Var það rétt af Þórdísi að loka á Rússa? – Ónefndir dipómatar með efasemdir

Eyjan
Þriðjudaginn 13. júní 2023 11:25

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fréttaskýringadálkinum Baksvið í Morgunblaðinu í dag reifar Andrés Magnússon efasemdir ónefndra diplómata um þá ákvörðun Þórdísar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra, að loka sendiráði Íslands í Rússlandi frá og með 1. ágúst næstkomandi.

„Ítrekað var að stjórnmálasambandi ríkjanna hefði ekki verið slitið, en við blasir að þessi ákvörðun gengur býsna nærri því. Enda stóð ekki á svörum frá Rússum, en í yfirlýsingu frá hinum fyrrverandi Íslandsvini Sergei Lavrov utanríkisráðherra sagði að „and-rússneskum aðgerðum ráðamanna í Reykjavík [yrði] óhjákvæmilega svarað“,“ segir í pistli Andrésar sem bendir á að ákvörðunin sé ráðherrans, hún hafi verið tilkynnt samráðherrum en samráðs ekki leitað, og að hún sé fordæmalaus, Ísland hafi aldrei áður lokað sendiráði vegna versnandi samskipta við gistiríkið.

„Ísland hefur yfirleitt kappkostað að eiga vinsamleg samskipti við öll erlend ríki og það kom þannig aldrei til greina í kalda stríðinu að slíta stjórnmálasambandi við Sovétríkin eða draga úr sendiráðsstarfsemi þótt á ýmsu gengi í Berlín og Kúbu, Ungverjalandi og Tékkóslóvakíu, að ógleymdum Gúlag-eyjaklasanum og heimsyfirráðastefnu kommúnistaflokksins.“

Andrés segir að skiptar skoðanir séu um þessa ákvörðun. Sumir viðmælendur hans, ekki síst á reyndra diplómata, minna á það spakmæli að ríki eigi ekki vini heldur aðeins hagsmuni og eru efasemdir um að þessi ákvörðun þjóni hagsmunum Íslands. „Reyndir diplómatar, sem blaðið ræddi við, tóku undir að utanríkisráðherra hefði vald til þess að loka sendiráðinu upp á sitt eindæmi, en voru meira tvístígandi um skynsemi þess. Minnt var á að hlutverk sendiskrifstofa væri ekki síst það að halda opnu „talsambandi“ og þess væri ekki síður þörf á ófriðartímum en þegar allt léki í lyndi,“ segir í grein Andrésar.

Þórdís hefur sagt að ákvörðunin sé í samræmi við aðgerðir fleiri Evrópuríkja gegn Rússum en Andrés bendir á að Ísland sé engu að síður fyrsta ríkið til að loka sendiráði sínu í Rússlandi. Ennfremur skrifar hann:

„Bent var á að tilefnið sneri ljóslega ekki meira að íslenskum hagsmunum en Úkraínustríðið gerði almennt og hefði gert frá fyrsta degi, en ákvörðunin til þess fallin að egna Rússa frekar gegn Íslandi, þann aðila sem mest hætta stafaði af. Í utanríkismálum ættu hagsmunir að ráða baggamun, ekki hugsjónir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Pipar\TBWA kaupir hlut í norsk-breska fyrirtækinu Aida Social

Pipar\TBWA kaupir hlut í norsk-breska fyrirtækinu Aida Social
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi