fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Loksins grípa La Liga og yfirvöld á Spáni inn í – Sektir og handtökur síðustu daga eftir gróft kynþáttaníð

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 24. maí 2023 08:30

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

La Liga og yfirvöld á Spáni hafa loks gripið inn í það grófa kynþáttaníð sem Vinicius Jr leikmaður Real Madrid hefur mátt þola á þessu tímabili.

Stuðningsmenn Valencia voru á sunnudag með rasisma í garð Vinicius sem er dökkur að hörund.

Apahljóðum var beint að kappanum fyrir leik, á meðan leik stóð og eftir leik. Þetta er í tíunda sinn sem Vinicius verður fyrir kynþáttaníði á þessu tímabili.

La Liga hefur ekkert viljað gera hingað til en nú hefur verið ákveðið að rautt spjald sem Vinicus fékk á sunnudag stendur ekki.

Ein af stúkunum á velli Valencia verður svo lokuð í fimm leiki og fékk félagið 40 þúsund evrur í sekt. Þá hefur lögreglan á Spáni undanfarna daga verið að handtaka fólk í tengslum við rasisma í garð leikmannsins.

Vinicus birti sjálfur það ofbeldi sem hann hefur setið undir á þessu tímabili í myndbandi hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Staðfesta að fjórir dýrir leikmenn fari frítt i sumar

Staðfesta að fjórir dýrir leikmenn fari frítt i sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arne Slot tjáir sig um brottför Trent í fyrsta sinn

Arne Slot tjáir sig um brottför Trent í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað