fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Svar Klopp frá því í vetur vekur athygli í ljósi umræðunnar – „Það er ekkert í þessum heimi sem réttlætir það“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 23. maí 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinicius Junior, stjarna Real Madrid, hefur mikið verið í umræðunni eftir leik liðsins við Valencia á dögunum.

Brasilíumaðurinn varð þar fyrir rasisma – og það alls ekki í fyrsta sinn í La Liga.

Vinicius var harðorður í viðtali eftir leik, sagði að deild sem eitt sinn tilheyrði stórstjörnum á borð við Lionel Messi og Cristiano Ronaldo tilheyrði nú rasistum.

Forráðamenn La Liga og spænska knattspyrnusambandsins hafa ekki viljað standa með Vinicius og verið fyrir það harðlega gagnrýndir.

Getty

Í kjölfarið á þessu máli rifjuðu enskir miðlar upp svar Jurgen Klopp um Vinicius fyrir leik Liverpool gegn Real Madrid fyrr í vetur.

Þar spurði blaðamaður þeirrar ótrúlegu spurningar hvort Vinicius hegðaði sér einhvern veginn eða gerði eitthvað til að stuðla að því að hann verði fyrir áreiti á vellinum.

„Meinarðu hvort hann geri eitthvað á vellinum sem valdi þessu?“ spurði Klopp steinhissa.

„Það er ekkert í þessum heimi sem réttlætir það. Pældu í því ef ég segði já, það væri gjörsamlega klikkað.“

Hér að neðan má sjá svar hans frá því í vetur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Staðfesta að fjórir dýrir leikmenn fari frítt i sumar

Staðfesta að fjórir dýrir leikmenn fari frítt i sumar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arne Slot tjáir sig um brottför Trent í fyrsta sinn

Arne Slot tjáir sig um brottför Trent í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað