fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Tóku saman upphæðina sem Juventus hefur greitt Pogba fyrir hverja spilaða mínútu – Niðurstöðurnar eru sláandi

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 16. maí 2023 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Pogba hefur kostað Juventus svakalegar upphæðir á þessari leiktíð ef horft er til þess hversu mikið félagið fær af þjónustu leikmannsins miðað við það sem það borgar honum í laun.

Franski miðjumaðurinn gekk í raðir Juventus á frjálsri sölu frá Manchester United síðasta sumar. Hann hefur þó lítið sem ekkert spilað vegna meiðsla.

Pogba byrjaði sinn fyrsta leik fyrir Juventus á dögunum. Hann þurfti hins vegar að fara af velli strax á 24. mínútu í 2-0 sigri gegn Cremonese. Pogba var í tárum þegar hann fór af velli.

Kappinn hefur spilað 161 mínútu í öllum keppnum, 108 í Serie A, 42 í Evrópudeildinni og 11 í bikarnum.

Þetta þýðir að Juventus hefur greitt um 65 þúsund evrur fyrir hverja mínútu sem Pogba hefur spilað. Það jafngildir næstum 10 milljónum íslenskra króna. Gazzetta Dello Sport tók saman.

Samningur Pogba rennur út eftir þrjú ár og er óvíst hvað framtíðin ber í skauti sér hjá honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Svona er æfingahópur unglingalandsliðsins

Svona er æfingahópur unglingalandsliðsins
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stefnir í að fyrrum leikmaður United verði liðsfélagi Alberts

Stefnir í að fyrrum leikmaður United verði liðsfélagi Alberts
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fleiri áhugaverðir orðrómar í kringum Vardy

Fleiri áhugaverðir orðrómar í kringum Vardy
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Opna samtalið við leikmann Barcelona

Opna samtalið við leikmann Barcelona
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi
433Sport
Í gær

Ofurtölvan stokkar spilin – Vinna deildina með naumindum

Ofurtölvan stokkar spilin – Vinna deildina með naumindum