Síðasti heimaleikur West Ham á Upton Park fór fram árið 2016, ákveðið var að jafna völlinn við jörðu og hefja þar uppbyggingu íbúða.
West Ham færði sig á annan völl en félagið fékk völl sem var byggður í kringum Ólympíuleikana árið 2012 í London.
Svæðið þar sem Upton park er í dag nær óþekkjanlegt frá því sem var en þar hafa verið byggðar 842 íbúðir.
Íbúðirnar seldust í heild fyrir 340 milljónir punda eða 59,3 milljarða íslenskra króna.
Hver og ein einasta íbúð er seld á svæðinu er byrjað að afhenda fólki eignirnar.