Joe Willock hefur útskýrt af hverju hann ákvað að yfirgefa Arsenal endanlega og ganga í raðir Newcastle.
Willock er 23 ára gamall en hann var fyrst lánaður til Newcastle 2021 frá Arsenal og samdi svo endanlega í lok tímabils.
Um er að ræða miðjumann sem er uppalinn hjá Arsenal en hann vildi komast burt um leið og hann fundaði með forsvarsmönnum félagsins.
,,Ég man eftir þegar ég sneri aftur til Arsenal og ég vissi ekki hvað ég átti að gera. Ég naut þess að vera hér í láni en að gera skiptin endanleg var stór ákvörðun,“ sagði Willock.
,,Ég var ekki viss um að ég vildi yfirgefa Arsenal, ég bjóst við að hlutirnir myndu þó ekku breytast. Ég myndi leggja mig fram til að komast í aðalliðið og svo yrði allt eins og áður.“
,,Ég hefði dáið fyrir Arsenal. Þegar ég fundaði með félaginu þá áttaði ég mig á því að þessi tími væri búinn. Þeir sýndu mér ekki sömu ást og ég ákvað að semja við Newcastle.“