Albert Guðmundsson kom inná sem varamaður hjá liði Genoa sem spilaði við Frosinone á Ítalíu í dag.
Frosinone var í toppsætinu fyrir leikinn en hafði tryggt sér sæti í Serie A ásamt Genoa.
Genoa þurfti að sætta sig við 3-2 tap á útivelli en Albert skoraði annað mark liðsins undir lok leiks.
Þetta þýðir að Genoa á ekki möguleika á toppsætinu fyrir lokaumferð deildarinnar.
Genoa er með 70 stig í öðru sætinu, sjö stigum á eftir Frosinone sem hefur verið besta liðið í vetur.