fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Jóhannes Þór segir rangt að kenna ferðaþjónustunni um verðhækkanir á húsnæðismarkaði

Eyjan
Fimmtudaginn 16. mars 2023 10:32

Jóhannes Þór Skúlason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það alrangt að ruðningsáhrif af umsvifum ferðaþjónustu hafi lagt grunninn að gífurlegum verðhækkunum á húsnæði undanfarin ár. Ástæðurnar séu fleiri, þar á meðal launahækkanir og ódýrt lánsfjármagn.

Þetta kemur fram í aðsendri grein Jóhannesar Þórs sem birtist á Vísi fyrir stundu. Tilefni greinarinnar eru ummæli Friðriks Jónssonar, formanns BHM, sem skellti skuldinni á verðhækkununum að stórum hluta á ferðaþjónustuna í fréttum RÚV í vikunni. Jóhannes Þór segir hins vegar að launahækkanir undanfarinna ára hafi verið drifnar áfram af BHM og undrast að þær skýringar komi hvergi fram í söguskýringum Friðriks.

Launhækkanir og kaupmáttaraukning haft mikil áhrif

Auk launahækkana hafi kaupmáttur aukist stöðugt, líka á faraldursárunum.

„Og hvers vegna skiptir það máli? Jú, það er vel þekkt staðreynd að auknar ráðstöfunartekjur og aukinn kaupmáttur launa hafa áhrif á hegðun fólks á fasteignamarkaði. Skuldir eru yfirleitt hlutfall af launum og fólk með hærri laun getur tekið hærri lán til að kaupa húsnæði – og gerir það. Þegar þessar staðreyndir parast við sögulega lágt vaxtastig (mjög ódýrt lánsfjármagn) og sögulega lága skuldsetningu heimila þá drífur það áfram ástand eins og við höfum séð á húsnæðismarkaði síðustu ár. Þar sem það varð nærri regla frekar en undantekning að fólk byði hærra verð í eignina en sett er upp,“ skrifar Jóhannes Þór.

Hann bendir á að þegar litið sé til meðaltalsreikninga hafi greiðslugeta fjölskyldu með tvö börn vaxið úr 250 þúsund í byrjun ársins 2020 í 450 þúsund.

„Þannig hefur hvati til fasteignakaupa aukist síðastliðin ár vegna hagfelldra undirliggjandi þátta heimilisbókhaldsins og á fjármálamarkaði. Það þarf ekki annað en að horfa á aðgerðir Seðlabanka Íslands til að stemma stigu við þessari þróun á síðustu misserum sem og yfirlýsingar Seðlabankastjóra um sama efni til að fá staðfestingu á þessu samhengi. Það skýtur því skökku við að ekkert sé fjallað um þessar þekktu staðreyndir í greiningu BHM og umfjöllun formannsins,“ skrifar Jóhannes Þór.

Færri íbúðir í útleigu til ferðamanna

Varðandi möguleg ruðningsáhrif ferðaþjónustu þá byggi þau aðallega á tvennu, annars vegar minna framboði á húsnæðismarkaði vegna útleigu íbúa til ferðamanna, til að mynda Airbnb og hins vegar innflutningi erlends starfsfólks í ferðaþjónustu sem eykur eftirspurn á húsnæðismarkaði.

„Staðreyndin er hins vegar sú að á síðustu þremur árum, þegar húsnæðisverð hefur hækkað ótrúlega hratt, hafa áhrif beggja þessara þátta farið verulega og augljóslega minnkandi,“ skrifar framkvæmdastjórinn.ustu á fasteignamarkaði hafa farið minnkandi.

Þannig sjáist á  mælaborði ferðaþjónustunnar að heilum eignum í AirBnB útleigu hafi fækkaði um 36% á milli júlí 2018 og júlí 2020 og fækkaði um 21% milli júlí 2018 og júlí 2022.

„Það þýðir að á síðustu fjórum árum hafa eignir færst úr ferðaþjónustuútleigu yfir í langtímaleigu eða sölu á fasteignamarkaði og það hefur aukið framboð á markaðnum, ekki minnkað það.“

Segir vandamálið blasa við

Þá bendir Jóhannes Þór á að starfandi innflytjendum á vinnumarkaði hafi aðeins fjölgað um þrjú prósentu stig á árunum 2018 til 2022 eða um 5.500 manns. Þessi fjöldi hafi ekki aðeins komið til starfa í ferðaþjónustu hafi stór hluti komið til landsins sem flóttamenn, um 2.500 manns árið 2022, og þá hafi vinnuaflið ekki aðeins fengið störf í ferðaþjónustunni heldur líka byggingariðnaði, fiskeldi og ýmsum hugverkagreinum. Ósanngjarnt sé því að taka ferðaþjónustuna sérstaklega út fyrir svig enda fjölmargir samverkandi þættir sem hafa stuðlað að hækkun húsnæðisverð.

Vandamálið, segir Jóhannes Þór, blasir við – skortur á framboði af húsnæði, lóðum og byggingum

Hér má lesa grein Jóhannesar Þórs í heild sinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum