fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Birtu hjartnæmt en átakanlegt myndband á alþjóðlegum baráttudegi kvenna – „Það er erfitt að lesa þetta og heyra þetta“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 8. mars 2023 17:00

Mynd: Barcelona

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilefni að Alþjóðlegum baráttudegi kvenna bjó Barcelona til myndband  með þeim Robert Lewandowski, leikmanni karlaliðsins og Maríu Leon, leikmanni kvennaliðsins.

Í myndbandinu les Lewandowski mörg af þeim ljótu skilaboðum sem leikmenn kvennaliðsins þurfa að sjá daglega fyrir það eitt að spila fótbolta.

Pólski framherjinn les skilaboð eins og „Farið aftur í eldhúsið“ og „kvennafótbolti er ekki alvöru fótbolti.“

„Það er erfitt að lesa þetta og heyra þetta,“ segir Lewandowski í mynbandinu.

Lewandowski bendir á hversu kraftmikil fyrirmynd eiginkona hans er og ræddi einnig dætur sínar, sem hann hvetur alla daga til að elta drauma sína.

„Við fáum svona skilaboð á hverjum degi, bara af því við erum konur,“ segir Leon.

„Við munum halda áfram að berjast fyrir réttindum okkar og erum með skýrt markmið. Við viljum að allar konur sem koma á eftir okkur geti komist enn lengra en við.“

Myndbandið í heild má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hákon Rafn gat lítið gert þegar City vann þægilegan sigur

Hákon Rafn gat lítið gert þegar City vann þægilegan sigur
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Breiðablik framlengir við Kristinn Jónsson – Verður 36 ára á næsta ári

Breiðablik framlengir við Kristinn Jónsson – Verður 36 ára á næsta ári
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Staðfesta nafn mannsins sem lést í gærkvöldi – Var á leið heim úr vinnu

Staðfesta nafn mannsins sem lést í gærkvöldi – Var á leið heim úr vinnu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gagnrýnir hugarfar Bandaríkjamanna fyrir stóru stundina

Gagnrýnir hugarfar Bandaríkjamanna fyrir stóru stundina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Forsetaframbjóðandi heitir því að reyna að fá Messi

Forsetaframbjóðandi heitir því að reyna að fá Messi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Í gær

Guðjón reiður vegna frétta af Ásvöllum – „Mjög lágt plan“

Guðjón reiður vegna frétta af Ásvöllum – „Mjög lágt plan“
433Sport
Í gær

United mætt af krafti í kapphlaupið

United mætt af krafti í kapphlaupið