fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Birtu hjartnæmt en átakanlegt myndband á alþjóðlegum baráttudegi kvenna – „Það er erfitt að lesa þetta og heyra þetta“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 8. mars 2023 17:00

Mynd: Barcelona

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilefni að Alþjóðlegum baráttudegi kvenna bjó Barcelona til myndband  með þeim Robert Lewandowski, leikmanni karlaliðsins og Maríu Leon, leikmanni kvennaliðsins.

Í myndbandinu les Lewandowski mörg af þeim ljótu skilaboðum sem leikmenn kvennaliðsins þurfa að sjá daglega fyrir það eitt að spila fótbolta.

Pólski framherjinn les skilaboð eins og „Farið aftur í eldhúsið“ og „kvennafótbolti er ekki alvöru fótbolti.“

„Það er erfitt að lesa þetta og heyra þetta,“ segir Lewandowski í mynbandinu.

Lewandowski bendir á hversu kraftmikil fyrirmynd eiginkona hans er og ræddi einnig dætur sínar, sem hann hvetur alla daga til að elta drauma sína.

„Við fáum svona skilaboð á hverjum degi, bara af því við erum konur,“ segir Leon.

„Við munum halda áfram að berjast fyrir réttindum okkar og erum með skýrt markmið. Við viljum að allar konur sem koma á eftir okkur geti komist enn lengra en við.“

Myndbandið í heild má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Freyr segir töluverða óvissu hafa ríkt í vetur – „Hefur verið miklu betra en það“

Freyr segir töluverða óvissu hafa ríkt í vetur – „Hefur verið miklu betra en það“
433Sport
Í gær

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Postecoglou kokhraustur á blaðamannafundi – „Sagan endar alltaf eins“

Postecoglou kokhraustur á blaðamannafundi – „Sagan endar alltaf eins“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Eftir umræðu síðustu ára fannst Frey sérstaklega jákvætt að sjá þetta í landsleikjum Íslands á dögunum

Eftir umræðu síðustu ára fannst Frey sérstaklega jákvætt að sjá þetta í landsleikjum Íslands á dögunum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Breiðablik fer til Danmerkur

Breiðablik fer til Danmerkur