fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
433Sport

Sakaður um nauðgun en segist sjálfur vera fórnarlamb – Lögmaðurinn tjáir sig

433
Laugardaginn 4. mars 2023 13:00

Achraf Hakimi. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marakóski knattspyrnumaðurinn Achraf, leikmaður Paris Saint-Germain heldur því fram að hann sé fórnarlamb tilraunar til fjárkúgunar, verið sé að reyna koma á hann sök fyrir eitthvað sem hann ekki gerði.

Lögreglan í París hefur lagt fram ákæru á hendur Achraf Hakimi leikmanni PSG og landsliðs Marokkó sem er grunaður um að hafa nauðgað konu um síðustu helgi. Er hann einn fremsti knattspyrnumaður í heimi í dag.

Hinn 24 ára gamli Hakimi á að hafa boðið konu heim til sín um helgina. Eiginkona hans og börn eru stödd í fríi í Dúbaí. Þar er hann sakaður um að hafa brotið á konunni, sem er 23 ára gömul.

Búið að ákæra stórstjörnuna – Sakaður um að hafa nauðgað konu síðustu helgi

Lögmaður Hakimi, Fanny Colin segir í yfirlýsingu sem ESPN hefur undir höndunum að skjólstæðingur sinn þvertaki fyrir ásakanirnar á hendur sér, hann sé fórnarlamb tilraunar til fjárkúgunar.

Meintur þolandi leitaði til lögreglu og lét vita af atvikinu en hún vildi ekki leggja fram kæru. Saksóknarar ákváðu samt að hefja rannsókn á málinu sökum alvarleika meintra brota Hakimi og stöðu hans í samfélaginu, en hann er heimsfrægur knattspyrnumaður.

Samkvæmt Le Parisien setti Hakimi sig fyrst í samband við meintan þolanda þann 16. janúar í gegnum Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Alonso setur það í forgang að styrkja þessar tvær stöður hjá Real Madrid

Alonso setur það í forgang að styrkja þessar tvær stöður hjá Real Madrid
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir frá einkennum af hræðilegri flensu sem hann fékk á dögunum – „Ég hélt að á næstu mínútum myndi ég bara deyja“

Segir frá einkennum af hræðilegri flensu sem hann fékk á dögunum – „Ég hélt að á næstu mínútum myndi ég bara deyja“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Staðfest að Amorim verður ekki rekinn sama hvað gerist í næstu leikjum

Staðfest að Amorim verður ekki rekinn sama hvað gerist í næstu leikjum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Amorim hótar að hætta – Mourinho líklegastur til að taka við ef það gerist

Amorim hótar að hætta – Mourinho líklegastur til að taka við ef það gerist
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tölfræðin yfir síðustu þrjú tímabil – Stuðningsmönnum Arsenal svíður að sjá þetta

Tölfræðin yfir síðustu þrjú tímabil – Stuðningsmönnum Arsenal svíður að sjá þetta
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ótrúlegt klúður hjá Hojlund um helgina – Var nánast inni í markinu

Ótrúlegt klúður hjá Hojlund um helgina – Var nánast inni í markinu
433Sport
Í gær

Leki úr herbúðum United hefur hætt á síðustu mánuðum – Spjótið beinist því að einum manni

Leki úr herbúðum United hefur hætt á síðustu mánuðum – Spjótið beinist því að einum manni
433Sport
Í gær

Fetta fingur út í ummæli Hallgríms í beinni í gær – „Þú gerir það ekki“

Fetta fingur út í ummæli Hallgríms í beinni í gær – „Þú gerir það ekki“