fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Lærisveinn Heimis kom sér í klandur – ,,Á að heita atvinnumaður og fyrirmynd en hefur brugðist“

433
Laugardaginn 4. mars 2023 12:30

Mynd: Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leon Bail­ey, leik­maður enska úr­vals­deildar­fé­lagsins Aston Villa og lands­liðs­maður Jamaíka gæti hafa verið að koma sér í mikinn klandur eftir að myndir og mynd­band af honum anda að sér hlátur­gasi fóru í dreifingu á sam­fé­lags­miðlum.

Það er The Sun sem greinir frá mála­vendingunum en á myndunum, sem teknar voru snemma morgun eftir partý­stand, má sjá Bail­ey vera far­þegi í bif­reið þar sem hann heldur á stórri blöðru.

Heimildir The Sun herma að leik­maðurinn hafi farið í af­mælis­veislu hjá vini sínum eftir sigur Aston Villa gegn E­ver­ton á dögunum, partýstandið hafi þá haldið á­fram langt fram á morgun en á myndunum og mynd­skeiðinu má sjá að þær voru teknar klukkan 07:19 í Birming­ham.

Það var stuðnings­maður Aston Villa, John Parry sem sendi um­rætt mynd­band til The Sun, hann á ungan strák.

,,Sonur minn dýrkar Bail­ey og á treyju merkta honum. Þessi hegðun er for­kastan­leg.

Hann á að heita at­vinnu­maður og fyrir­mynd en hefur brugðist sjálfum sér sem og fé­laginu. Svona á­byrgðar­laus hegðun má ekki við­gangast án refsingar.“

Auk þess að vera leik­maður Aston Villa er Bail­ey lands­liðs­maður Jamaíka. Eyja­maðurinn Heimir Hall­gríms­son er lands­liðs­þjálfari Jamaíka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sannfærður eftir að hafa rætt við annan leikmann á Instagram

Sannfærður eftir að hafa rætt við annan leikmann á Instagram
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Margrét Lára reyndist sannspá með leikinn gegn Finnum

Margrét Lára reyndist sannspá með leikinn gegn Finnum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hjartnæmt kveðjumyndband frá Liverpool til Diogo Jota – „Að skrifa þessa sögu var magnað“

Hjartnæmt kveðjumyndband frá Liverpool til Diogo Jota – „Að skrifa þessa sögu var magnað“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Henderson brast í grát þegar hann mætti fyrir utan Anfield til að votta Jota virðingu sína

Henderson brast í grát þegar hann mætti fyrir utan Anfield til að votta Jota virðingu sína