fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Lærisveinn Heimis kom sér í klandur – ,,Á að heita atvinnumaður og fyrirmynd en hefur brugðist“

433
Laugardaginn 4. mars 2023 12:30

Mynd: Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leon Bail­ey, leik­maður enska úr­vals­deildar­fé­lagsins Aston Villa og lands­liðs­maður Jamaíka gæti hafa verið að koma sér í mikinn klandur eftir að myndir og mynd­band af honum anda að sér hlátur­gasi fóru í dreifingu á sam­fé­lags­miðlum.

Það er The Sun sem greinir frá mála­vendingunum en á myndunum, sem teknar voru snemma morgun eftir partý­stand, má sjá Bail­ey vera far­þegi í bif­reið þar sem hann heldur á stórri blöðru.

Heimildir The Sun herma að leik­maðurinn hafi farið í af­mælis­veislu hjá vini sínum eftir sigur Aston Villa gegn E­ver­ton á dögunum, partýstandið hafi þá haldið á­fram langt fram á morgun en á myndunum og mynd­skeiðinu má sjá að þær voru teknar klukkan 07:19 í Birming­ham.

Það var stuðnings­maður Aston Villa, John Parry sem sendi um­rætt mynd­band til The Sun, hann á ungan strák.

,,Sonur minn dýrkar Bail­ey og á treyju merkta honum. Þessi hegðun er for­kastan­leg.

Hann á að heita at­vinnu­maður og fyrir­mynd en hefur brugðist sjálfum sér sem og fé­laginu. Svona á­byrgðar­laus hegðun má ekki við­gangast án refsingar.“

Auk þess að vera leik­maður Aston Villa er Bail­ey lands­liðs­maður Jamaíka. Eyja­maðurinn Heimir Hall­gríms­son er lands­liðs­þjálfari Jamaíka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bonnie Blue braut af sér um helgina

Bonnie Blue braut af sér um helgina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Real Madrid ætlar að bjóða Liverpool til að fá Trent með á HM

Þetta er upphæðin sem Real Madrid ætlar að bjóða Liverpool til að fá Trent með á HM
433Sport
Í gær

Chelsea hafnaði tilboði frá Arsenal í markvörð félagsins

Chelsea hafnaði tilboði frá Arsenal í markvörð félagsins
433Sport
Í gær

Skellir fram mjög óvæntu nafni sem hann vill sjá í næsta landsliðshópi Arnars – „Þú skalt segja mér þá hverjir eru að gera betur“

Skellir fram mjög óvæntu nafni sem hann vill sjá í næsta landsliðshópi Arnars – „Þú skalt segja mér þá hverjir eru að gera betur“