fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Leysir frá skjóðunni varðandi ákvörðunina umdeildu – Eiginkonan ljóstraði upp ástandinu heima fyrir

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 23. febrúar 2023 19:33

Alan og Lainya Shearer / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ruud Gullit, fyrrum knattspyrnustjóri Newcastle United hefur leyst frá skjóðunni varðandi ummæli sem eiginkona Alan Shearer, fyrrum leikmanns síns og goðsagnar í sögu Newcastle United, viðhafði um sig í partýi árið 2014 og kunna koma mörgum á óvart.

Gullit var, fyrir afrek Eddie Howe á dögunum, síðasti knattspyrnustjóri Newcastle United til þess að stýra félaginu í úrslitaleik þar sem félagið á endanum laut í lægra haldi gegn Manchester United í úrslitaleik enska bikarsins árið 1999.

Um komandi helgi mætir Newcastle United aftur til leiks í úrslitaleik, nú í ensku deildarbikarkeppninni, en andstæðingurinn verður sá sami, Manchester United.

Í aðdraganda leiksins hefur Gullit rifjað upp tíma sinn hjá Newcastle United, meðal annars þá afdrifaríka ákvörðun sína á sínum tíma að bekkja aðalmann Newcastle á þessum tíma, framherjann Alan Shearer fyrir leik liðsins gegn erkifjendunum í Sunderland, leik sem tapaðist.

Gullit var rekinn frá félaginu þremur dögum eftir tapið gegn Sunderland og á dögunum rifjaði hann upp samskipti sín við eiginkonu Shearer árið 2014 þar sem umrædd ákvörðun hans, sem var afar umdeild, kom aftur til tals.

,,Við Alan Shearer störfuðum saman í teymi ITV í kringum HM 2014 og einhverra hluta vegna endum við saman í partýi eitt kvöldið þar sem að við hlógum og drukkum saman.“

Ruud Gullit og Alan Shearer á sínum tíma / GettyImages

Eiginkona Alan Shearer var einnig í partýinu.

,,Hún kemur upp að mér og segir: ´Ég trúi þessu ekki, á okkar heimili varst þú maðurinn sem allir hötuðu og nú eru þið tveir saman að hlægja og grínast í hvor öðrum’.

Gullit segir þetta gott dæmi um að stundum eru menn ekki sammála en geti samt sem áður á sama tíma sýnt hvor öðrum virðingu.

,,Við Alan höfðum oft hisst í störfum okkar sem knattspyrnusérfræðingar en þetta umrædda kvöld áttum við mjög vel saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þetta hefur þjóðin að segja um grátlegt kvöld – „Þá þýðir það að KSÍ tekur kvennabolta ekki alvarlega“

Þetta hefur þjóðin að segja um grátlegt kvöld – „Þá þýðir það að KSÍ tekur kvennabolta ekki alvarlega“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir ömurlega svekkjandi tap í Sviss

Einkunnir leikmanna Íslands eftir ömurlega svekkjandi tap í Sviss
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Glódís Perla í byrjunarliði Íslands – Steini gerir tvær breytingar

Glódís Perla í byrjunarliði Íslands – Steini gerir tvær breytingar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Handboltagoðsögnin leyfir sér að vera bjartsýnn – „Ekki annað hægt en að stíga upp“

Handboltagoðsögnin leyfir sér að vera bjartsýnn – „Ekki annað hægt en að stíga upp“