fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Roy Keane bauð upp afar áhugaverða samlíkingu í gær

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 13. febrúar 2023 18:00

Sasha Attwood og Jack Grealish.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United goðsögnin Roy Keane líkti Jack Grealish við Tom Daley, sem keppir í dýfingum, um helgina.

Grealish er á mála hjá Manchester City. Liðið mætti Aston Villa í gær og vann öruggan 3-1 sigur.

Þriðja mark City gerði Riyad Mahrez af vítapunktinum. Grealish, sem er fyrrum leikmaður Villa, krækti í vítið.

Margir stuðningsmenn Villa voru sárir og svekktir út í sinn fyrrum leikmann og sökuðu hann um að dýfa sér.

Tom Daley. Getty

Keane telur að Grealish hafi verið klókur. „Þú verður að dæma víti þarna. Jack var mjög klár,“ segir hann.

„Jack sparkaði í raun í sjálfan sig. Hann er svolítið eins og Tom Daley en ég held að þetta hafi samt verið víti. Jack var sniðugur.

Hann veit nákvæmlega hvað hann er að gera og gefur dómaranum ekkert val nema að dæma víti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur