fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
433Sport

VAR dómari settur til hliðar af Howard Webb – Átti að vera á Anfield og Emirates

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 13. febrúar 2023 12:37

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

John Brooks dómari á Englandi fær ekki að vera yfir VAR tækninni á leik Liverpool og Everton í kvöld. Mistök hans um helgina voru dýrkeypt.

Brooks var VAR dómari í leik Crystal Palace og Brighton á laugardag og gerði þar stór mistök.

Brooks tók mark af Brighton þegar hann dróg línuna á James Tomkins varnarmann Crystal Palace í stað Marc Guehi sem var aftasti maður. Pervis Estupina skoraði en markið tekið af eftir mistök Brooks.

Brooks átti að vera VAR dómari á Anfield í kvöld og svo á Emirates vellinum á miðvikudag þegar Arsenal og Manchester City eigast við.

Howard Webb nýr yfirmaður dómara tók þessa ákvörðun að setja Brooks til hliðar en hann hefur boðað dómara á neyðarfund á morgun eftir mistök helgarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Biður hann um að hlusta ekki á allt og einbeita sér að því að spila betur

Biður hann um að hlusta ekki á allt og einbeita sér að því að spila betur
433Sport
Í gær

Var fyrir tíu árum sem Arteta taldi að þetta myndi skipta miklu máli – Arsenal bestir á Englandi í þessu í dag

Var fyrir tíu árum sem Arteta taldi að þetta myndi skipta miklu máli – Arsenal bestir á Englandi í þessu í dag