fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Pogba fær á baukinn fyrir hegðun sína – Goðsögn kallar hann stórt vandamál

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 13. febrúar 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marco Tardelli goðsögn hjá Juventus segir að Paul Pogba sé stórt vandamál fyrir félagið og að það sé verkefni sem þarf að leysa.

Pogba sem kom frá Manchester United síðasta sumar hefur ekki enn spilað fyrir Juventus, hefur hann verið frá í tíu mánuði vegna meiðsla.

„Pogba hefur ekki spilað síðan í apríl á síðasta ári sem leikmaður Manchester United. Þetta er stórt vandamál fyrir Juventus, við vitum ekki hvenær hann kemur aftur og hvað hann vill gera,“ segir Tardelli.

Hefur það skapað mikla reiði á meðal stuðningsmanna félagsins að Pogba sé meiddur í skíðaferð á meðan allt er í steik hjá félaginu.

„Pogba fer á skíði á meðan liðsfélagar hans eru í veseni, þetta er mjög stórt vandamál fyrir Juve. Pogba er vandamál sem Juventus þarf að leysa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur