fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Jóhann Berg átti samtal við félaga sinn eftir átakanlega atburði í Tyrklandi – „Setur hlutina í samhengi“

433
Föstudaginn 10. febrúar 2023 08:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður enska B-deildar liðsins Burnley verður til viðtals í Íþróttavikunni með Benna Bó í kvöld.

Tyrkneski leikmaðurinn Halil Dervisoglu er liðsfélagi Jóhanns Bergs hjá Burnley og segir íslenski landsliðsmaðurinn í þætti kvöldsins að hann og liðsfélagar Halil hjá Burnley hafi tekið utan um og rætt við Tyrkjann í kjölfar ástandsins í Tyrklandi sem skapaðist vegna stórra jarðskjálfta sem gengu yfir landið og Sýrland.

„Við spurðum hann út í þetta,“ sagði Jóhann aðspurður hvernig Halil væri stemmdur þessa dagana í ljósi alls. „Hann er ekki frá þeim hluta Tyrklands sem lenti hvað verst í þessum jarðskjálftum. Það var engin úr fjölskyldu hans eða vinahópnum sem lenti í þessu, sem var auðvitað gott fyrir hann.

En auðvitað er þetta hræðilegur atburður sem átti sér stað, atburður sem setur hlutina í samhengi. Maður er stundum að kvarta yfir ýmsum hlutum og sér síðan eitthvað í líkingu við þetta og þarf þá að hugsa aðeins inn á við, hætta þessu tuði.“ 

Þátturinn er á dagskrá Hringbrautar klukkan 21 í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Vill fara frá Chelsea í janúar

Vill fara frá Chelsea í janúar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Solskjær vildi kaupa þessa þrjá til United – Fékk í staðin þessa leikmenn

Solskjær vildi kaupa þessa þrjá til United – Fékk í staðin þessa leikmenn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Óli var aldrei á hjóli – Keyrði einn um bæinn í nokkra klukkutíma til að róa taugarnar

Óli var aldrei á hjóli – Keyrði einn um bæinn í nokkra klukkutíma til að róa taugarnar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Albert sagður ósáttur og vilja burt – Eitt stórlið sagt skoða málið

Albert sagður ósáttur og vilja burt – Eitt stórlið sagt skoða málið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Yfirmaðurinn færir Chelsea vondar fréttir

Yfirmaðurinn færir Chelsea vondar fréttir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Í gær

Góð tíðindi af Orra

Góð tíðindi af Orra
433Sport
Í gær

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“