fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Tottenham og Sporting ná samkomulagi – Pedro Porro á leið til Lundúna

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 30. janúar 2023 20:30

Pedro Porro flýgur til Lundúna á morgun / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham hefur náð samkomulagi við Sporting Lisbon um kaup á leikmanni liðsins Pedro Porro. Frá þessu greinir félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano í kvöld.

Löngum fundi forráðamanna félaganna er nú lokið þar sem komist var að samkomulagi um kaupverð á leikmanninum, sem nemur rúmum 39 milljónum punda.

Porro mun ferðast til Lundúna á morgun þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun og í kjölfarið skrifa undir samning við Tottenham.

Pedro Porro er 23 ára gamall hægri-bakvörður sem ólst upp hjá Girona á Spáni áður en hann var keyptur til Manchester City árið 2019.

Eftir lánsdvöl, bæði hjá Real Valladolid og Sporting gekk hann endanlega í raðir Sporting í fyrra en stoppar stutt þar.

Porro spilaði 98 leiki fyrir Sporting, skoraði 12 mörk og gaf 20 stoðsendingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gerir risasamning við Pepsi og fær yfir 200 milljónir

Gerir risasamning við Pepsi og fær yfir 200 milljónir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Liverpool gæti þurft að borga allt að 13 milljónir – Margir að kveðja félagið

Liverpool gæti þurft að borga allt að 13 milljónir – Margir að kveðja félagið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Staðfestir viðræður við nýjan þjálfara – ,,Held að ákvörðun verði tekin í næstu viku“

Staðfestir viðræður við nýjan þjálfara – ,,Held að ákvörðun verði tekin í næstu viku“