fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Sjáðu myndbandið: Fyrrum Arsenal maðurinn nýtti sér umdeilt brot Arons Einars – Al-Arabi varð af mikilvægum stigum

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 23. janúar 2023 17:57

Samsett mynd úr leik kvöldsins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenski landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Al-Arabi og spilaði allan leikinn í 2-0 tapi liðsins gegn Al-Sadd í katörsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Sigur hefði komið Al-Arabi á toppinn í katörsku úrvalsdeildinni en gæfan reyndist ekki með liðinu í kvöld.

Það var fyrrum leikmaður Arsenal, miðjumaðurinn Santi Cazorla sem kom Al-Sadd yfir í kvöld með marki úr vítaspyrnu á 66. mínútu eftir að Aron Einar hafði gerst brotlegur innan teigs. Aron fékk boltann í hendi sína og eftir að hafa skoðað atvikið í VAR-sjánni staðfesti dómari leiksins vítaspyrnudóm sinn.

Lýsendur leiksins á Seven HD sjónvarpsstöðinni voru sammála um að um afar strangan dóm væri að ræða.

Aðeins sex mínútum eftir fyrsta markið tvöfaldaði Hassan Al Heidos forystu Al-Sadd og reyndist það lokamark leiksins.

Al-Arabi situr sem stendur í 2. sæti katörsku úrvalsdeildarinnar með 22 stig eftir tíu umferðir, einu stigi á eftir Al-Duhail sem vann sinn leik gegn Al-Shamal í dag.

Vítaspyrnudóminn og mark Cazorla má sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fleiri áhugaverðir orðrómar í kringum Vardy

Fleiri áhugaverðir orðrómar í kringum Vardy
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fær verulega launahækkun ef hann fer frá United á næstu dögum

Fær verulega launahækkun ef hann fer frá United á næstu dögum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fyrrum aðstoðarmaður United telur að varnarmaður United sé of feitur

Fyrrum aðstoðarmaður United telur að varnarmaður United sé of feitur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin – Vinna deildina með naumindum

Ofurtölvan stokkar spilin – Vinna deildina með naumindum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mínútu þögn í Vesturbæ fyrir níu ára strákinn sem lést í síðustu viku

Mínútu þögn í Vesturbæ fyrir níu ára strákinn sem lést í síðustu viku
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við
433Sport
Í gær

Sú fegursta heldur til Bandaríkjanna – Hefur barist gegn kynferðislegum athugasemdum

Sú fegursta heldur til Bandaríkjanna – Hefur barist gegn kynferðislegum athugasemdum
433Sport
Í gær

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann
433Sport
Í gær

Sjáðu markið – 16 ára og tryggði Liverpool sigur seint í uppbótartíma

Sjáðu markið – 16 ára og tryggði Liverpool sigur seint í uppbótartíma