fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Hafnaði því að fá Alvarez áður en hann samdi við Manchester City – ,,Hugsaði að hann væri ekki alveg nógu góður“

Victor Pálsson
Laugardaginn 21. janúar 2023 11:11

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Moyes, stjóri West Ham, hefur staðfest það að hann hafi hafnað tækifærinu á að fá Julian Alvarez frá River Plate.

Það er ein af mistökum sem Moyes hefur gert á ferlinum en Alvarez fór síðar til Manchester City og vann HM með Argentínu í sumar.

Njósnari West Ham benti Moyes á að kaupa Alvarez en hann var ekki svo sannfærður um getu leikmannsins.

,,Þetta er einn af þeim leikmönnum sem ég missti af, ég hugsaði að hann væri ekki alveg nógu góður,“ sagði Moyes.

,,Það eru hundruðir af þessum leikmönnum. Alvarez var að spila með Argentínu á HM og á þessum tíma fékk ég inn nýjan njósnara sem sagði mér að kaupa hann frá River Plate.“

,,Ég fylgdist með honum og sá að hann væri mjög góður tæknilega en ekki beint leikmaðurinn sem við vildum, við vorum með Micky Antonio sem hafði staðið sig mjög vel og ég var ekki viss.“

,,Stundum sérðu leikmennina breytast á aðeins sex mánuðum og sumir af þeim enda á að ná frábærum árangri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Vill fara frá Chelsea í janúar

Vill fara frá Chelsea í janúar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Solskjær vildi kaupa þessa þrjá til United – Fékk í staðin þessa leikmenn

Solskjær vildi kaupa þessa þrjá til United – Fékk í staðin þessa leikmenn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Óli var aldrei á hjóli – Keyrði einn um bæinn í nokkra klukkutíma til að róa taugarnar

Óli var aldrei á hjóli – Keyrði einn um bæinn í nokkra klukkutíma til að róa taugarnar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Albert sagður ósáttur og vilja burt – Eitt stórlið sagt skoða málið

Albert sagður ósáttur og vilja burt – Eitt stórlið sagt skoða málið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Yfirmaðurinn færir Chelsea vondar fréttir

Yfirmaðurinn færir Chelsea vondar fréttir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Í gær

Góð tíðindi af Orra

Góð tíðindi af Orra
433Sport
Í gær

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“