fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Guðlaugur Victor opnar sig um athæfið sem orsakaði hálfs árs bann frá skemmtistöðum Edinborgar – „Það er eitthvað sem ég er ekki stoltur af“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 4. janúar 2023 16:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Victor Pálsson sagði frá miður skemmtilegu atviki á ferli sínum í viðtali við Hjörvar Hafliðason í Dr. Football.

Þar ræddi íslenski landsliðsmaðurinn atvik sem upp kom er hann var leikmaður Hibernian í Skotlandi.

„Ég var kominn með það orðspor að vera ekki alveg með hausinn rétt skrúfaðan á. Því miður,“ sagði Guðlaugur Victor.

Það kom upp athyglistvert atvik á bar í Edinborg er kappinn var um tvítugt.

„Ég var í blackouti og pissaði við hliðina á DJ-básnum. Dyravörðurinn henti mér út og ég fékk sex mánaða bann frá öllum næturklúbbum í Edinborg,“ sagði Guðlaugur Victor.

Guðlaugur Victor í leik með Hibernian. Getty Images

„Það er eitthvað sem ég er ekki stoltur af.“

Hann var ekki á góðum stað á þessum tíma.

„Ég var svolítið villtur og týndur. Þetta var mín leið til að flýja raunveruleikann, að leita í áfengið þegar ég fékk að kynnast hvað það gerði fyrir mig.“

Í dag leikur Guðlaugur Victor með DC United í Bandaríkjunum. Hann hóf atvinnumannaferilinn í akademíum AGF og Liverpool. Einnig hefur hann verið á mála hjá New York Red Bulls, NEC, Helsingborg, Esbjerg, Zurich, Darmstadt og Schalke.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rashford sagður hafa tekið ákvörðun – Á skjön við það sem hefur verið sagt undanfarið

Rashford sagður hafa tekið ákvörðun – Á skjön við það sem hefur verið sagt undanfarið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gætu átt yfir höfði sér dóm fyrir að dreifa kynferðislegu efni af stúlku undir lögaldri – Mjög þekkt nafn á meðal meintra gerenda

Gætu átt yfir höfði sér dóm fyrir að dreifa kynferðislegu efni af stúlku undir lögaldri – Mjög þekkt nafn á meðal meintra gerenda
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Enskt stórlið á meðal þeirra sem fylgdust með Ronaldo yngri

Enskt stórlið á meðal þeirra sem fylgdust með Ronaldo yngri
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segja samkomulag í höfn um verðmiða á Gyokeres – Mun lægri en flestir bjuggust við

Segja samkomulag í höfn um verðmiða á Gyokeres – Mun lægri en flestir bjuggust við
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Börsungar til í að losa átta – Voru áður í lykilhlutverki

Börsungar til í að losa átta – Voru áður í lykilhlutverki
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

United búið að opna samtal

United búið að opna samtal
433Sport
Í gær

Hótelverð hækkaði um 900 prósent á einni nóttu og barir ætla að hækka verðið hressilega

Hótelverð hækkaði um 900 prósent á einni nóttu og barir ætla að hækka verðið hressilega
433Sport
Í gær

Dramað að taka enda – Vardy ætlar að borga Rooney 200 milljónir

Dramað að taka enda – Vardy ætlar að borga Rooney 200 milljónir