fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Conte tjáir sig um áætlanir Tottenham á markaðnum

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 27. desember 2022 16:30

Antonio Conte - Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham, hefur tjáð sig um áætlanir félagsins á leikmannamarkaðnum í janúar.

Tottenham er í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 30 stig og gerði 2-2 jafntefli við Brentford í gær í fyrsta leik sínum eftir hléið sem var vegna Heimsmeistaramótsins í Katar.

„Við munum reyna að gera eitthvað en við verðum að fylgja sýn félagsins,“ segir Conte.

„Tottenham vill fjárfesta í ungum leikmönnum, eins og við gerðum með Kulusevksi og Bentancur.“

Conte segir að leikmenn megi ekki kosta félagið of mikið.

„Félagið vill hæfileikaríka leikmenn með viðráðanlegan launapakka. Það er það sem við munum leitast eftir.“

Næsti leikur Tottenham er á Nýársdag gegn Aston Villa á heimavelli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum