fbpx
Laugardagur 21.september 2024
433Sport

Ljóst að United sparar sér milljarða eftir stóru tíðindin í gær – Gæti reynst mikilvægt á nýju ári

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 23. nóvember 2022 10:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United sparar sér væna summu á því að losa sig við Cristiano Ronaldo.

Brottför Ronaldo frá félaginu var staðfest í gær. Hann hefur verið mikið í umræðunni undanfarið eftir umdeilt viðtal sem hann fór í við Piers Morgan á dögunum, þar sem hann brenndi allar brýr að baki sér hjá United.

Portúgalinn gagnrýndi stjórann Erik ten Hag til að mynda harkalega og sagðist ekki bera virðingu fyrir honum. Eftir viðtalið var tímaspursmál hvenær Ronaldo yfirgæfi Old Trafford.

Báðir aðilar sömdu um að Ronaldo myndi yfirgefa félagið strax. Hann fær ekkert af þeim launum sem hann átti inni og sparar United sér því um sautján milljónir punda. Telegraph segir frá.

Laun Ronaldo voru um tíu prósent af heildar launaútgjöldum United. Gæti þetta gert Ten Hag kleift að kaupa meira inn í janúarglugganum.

Ronaldo getur nú einbeitt sér að fullu að Heimsmeistaramótinu í Katar, þar sem hann er með portúgalska landsliðinu.

Liðið hefur leik á morgun þegar það mætir Gana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þorvaldur minnist Svanfríðar sem féll frá í síðustu viku – „Vann þar frábært starf að hagsmunamálum kvenna“

Þorvaldur minnist Svanfríðar sem féll frá í síðustu viku – „Vann þar frábært starf að hagsmunamálum kvenna“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Staðfest að Evrópuleikir Víkinga fara fram í Kópavogi

Staðfest að Evrópuleikir Víkinga fara fram í Kópavogi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu stórkostlega vörslu Raya sem tryggði Arsenal stig

Sjáðu stórkostlega vörslu Raya sem tryggði Arsenal stig
433Sport
Í gær

Er í hlutverki sem ráðgjafi en segist ráða öllu sem fer fram hjá félaginu

Er í hlutverki sem ráðgjafi en segist ráða öllu sem fer fram hjá félaginu