fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Harley Willard söðlar um innan Akureyrar

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 10. nóvember 2022 12:58

Mynd: KA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harley Willard er genginn í raðir KA frá Þór.

Hinn 25 ára gamli Harley er Skoti sem lék með Þór í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð. Þar skoraði sóknarmaðurinn ellefu mörk í 22 leikjum.

Harley rifti samningi sínum við Þór eftir síðustu leiktíð.

Nú mun Harley taka slaginn í Bestu deildinni.

Tilkynning KA
Knattspyrnudeild KA fékk góðan liðsstyrk í dag þegar Harley Bryn Willard skrifaði undir hjá félaginu. Willard er 25 ára gamall framherji frá Skotlandi sem hefur leikið á Íslandi frá árinu 2019 og vakið verðskuldaða athygli fyrir framgöngu sína.

Willard var hluti af akademíu Arsenal á sínum tíma og lék svo síðar meir með yngriliðum Southampton. Hann kom loks til Íslands árið 2019 og lék með Víking Ólafsvík í þrjú sumur, 2019-2021 og var meðal annars valinn í lið ársins í Lengjudeildinni. Með Víkingum lék hann 68 leiki í deild og bikar og gerði í þeim alls 36 mörk.

Í kjölfarið gekk hann í raðir Þórsara þar sem hann lék á nýliðnu sumri. Með Þór lék hann 24 leiki og gerði í þeim 15 mörk. Í lok tímabils gaf Willard það út að hann vildi reyna fyrir sér á stærra sviði og erum við afar spennt að sjá hvernig hann kemur inn í okkar öfluga lið, velkominn í KA Harley!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum