fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Xavi ræddi Manchester United – „Versti dráttur sem við gátum fengið“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 7. nóvember 2022 17:30

Xavi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barcelona og Manchester United drógust saman í umspilinu um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í dag.

Í pottinum voru þau lið sem höfnuðu í öðru sæti í sínum riðli í riðlakeppni Evrópudeildarinnar og þriðja sæti í sínum riðli í Meistaradeild Evrópu. Liðin sem vinna einvígi sín fara í 16-liða úrslit, ásamt þeim liðum sem unnu riðla sína í Evrópudeildinni.

Barcelona endaði í þriðja sæti í riðli með Bayern Munchen, Inter og Viktoria Plzen í Meistaradeildinni. Aftur fékk liðið erfiðan drátt í dag.

„Aftur fáum við erfiðasta mögulega mótherjann. Við hlökkum samt til,“ segir Xavi, stjóri Barcelona.

Hann er hrifinn af því sem er í gangi hjá United. „Þetta er sögufrægt félag. Liðið hefur vaxið mikið undir Erik ten Hag. Þeir eru með frábæra leikmenn. Þetta er versti dráttur sem við gátum fengið, engin heppni þarna á ferð.“

Cristiano Ronaldo er á mála hjá United. Hann mætti Xavi oft er hann var á mála hjá Real Madrid, en Xavi spilaði auðvitað með Barcelona á leikmannaferlinum.

„Hann er frábær leikmaður. Hann hefur sett mark sitt á þennan kafla í fótboltasögunni og getur enn gert gæfumuninn,“ segir Xavi um Portúgalann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Laukurinn í aðalhlutverki á pizzu Hjörvars

Laukurinn í aðalhlutverki á pizzu Hjörvars
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Skattahækkanir í Bretlandi ástæða þess að ríka fólkið er að flýja – „Þegar maður sér kerfi sem eru að hrynja, þá spyr maður sig“

Skattahækkanir í Bretlandi ástæða þess að ríka fólkið er að flýja – „Þegar maður sér kerfi sem eru að hrynja, þá spyr maður sig“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“