fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Dagný og Glódís voru heiðraðar – Hundrað leikja-treyjan frumkvæði karlalandsliðsins

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 7. nóvember 2022 10:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnusamband Íslands hefur verið gagnrýnt í dag og í gær eftir að sambandið veitti Aroni Einari Gunnarssyni sérstaka hundrað leikja-treyju, fyrir að leika hundrað A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Dagný Brynjarsdóttir benti á þetta hafi ekki verið gert kvennamegin.

„Birkir Bjarna fékk treyju eftir sinn leik í sept ’21… Aron Einar fékk treyju eftir sinn leik í dag… Við Glódís Perla erum enn að bíða eftir okkar hundrað leikja treyju síðan í apríl!!! Litlu hlutirnir í þessari blessuðu baráttu alla daga,“ skrifaði Dagný á Instagram.

Margrét Lára Viðarsdóttir tók undir með Dagnýju. „Í ljósi umræðu um ,,litlu hlutina”. Ég spilaði minn síðasta landsleik 08.09.2019 eftir frekar farsælan landsliðsferil. Spilaði með öllum landsliðum Íslands frá 14 ára aldri, semsagt 18 ár!!!! Ég hef ALDREI verið kvödd né fengið tækifæri til að þakka stuðningsmönnum landsliðsins fyrir mig. Ætli sé verið að bíða eftir að ég taki fram skóna aftur??“

Klara Bjart­marz, fram­kvæmdar­stjóri KSÍ, segir sér­hannaða treyju vera frum­kvæði A-lands­liðs karla. Þó sé fullt til­efni sé að koma á þeirri tæki­færis­gjöf kvenna­megin líka.

„For­maður KSÍ, Vanda Sigur­geirs­dóttir fór til Serbíu í apríl fyrr á þessu ári þar sem Dag­ný og Gló­dís voru heiðraðar fyrir þeirra 100 lands­leik. Þar fengu þær af­hentan blóm­vönd fyrir leikinn. Síðan munu þessir leik­menn, líkt og venjan er, fá mál­verk frá KSÍ. Það verður af­hent á næsta árs­þingi KSÍ eins og við reynum að gera alltaf,“ segir Klara við Fréttablaðið.

Klara ræðir málið nánar við Fréttablaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Máni spyr hver stefnan sé í Garðabænum – „Menn vita ekkert á hvaða vegferð þeir eru og hafa ekki vitað í lengri tíma“

Máni spyr hver stefnan sé í Garðabænum – „Menn vita ekkert á hvaða vegferð þeir eru og hafa ekki vitað í lengri tíma“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fengu skilaboð frá þeim besta eftir að titillinn vannst – Sjáðu hvað hann birti

Fengu skilaboð frá þeim besta eftir að titillinn vannst – Sjáðu hvað hann birti
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ummæli Slot koma mörgum á óvart – ,,,Þá get ég leyft honum að spila“

Ummæli Slot koma mörgum á óvart – ,,,Þá get ég leyft honum að spila“