fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Haaland verið magnaður en þó ekki eins magnaður og Suarez

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 7. nóvember 2022 11:00

Haaland.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erling Braut Haaland hefur verið hreint magnaður fyrir Manchester City frá því hann kom til félagins frá Borussia Dortmund í sumar.

Norski framherjinn hefur farið fram úr björtustu vonum flestra stuðningsmanna Manchester City og skorað átján mörk í fyrstu tólf leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni.

Þrátt fyrir magnaðan árangur er þetta ekki besta byrjun tímabils hjá leikmanni er varðar markaskorun í ensku úrvalsdeildinni.

Luis Suarez skoraði nefnilega nítján mörk í fyrstu tólf leikjum sínum á tímabilinu 2013-2014. Hann var á mála hjá Liverpool.

Markaskorun hans var nálægt því að tryggja Liverpool sigur í ensku úrvalsdeildinni vorið 2014, en City hafði þá betur. Suarez skoraði í heildina 31 mark þetta tímabilið, þrátt fyrir að hafa misst af fyrstu sex leikjunum vegna leikbanns.

Haldist Haaland heill á hann þó góðan möguleika á því að slá metið yfir flest mörk skoruð á tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Sem stendur á Mohamed Salah það, en hann gerði 32 mörk tímabilið 2017-2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Laukurinn í aðalhlutverki á pizzu Hjörvars

Laukurinn í aðalhlutverki á pizzu Hjörvars
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Skattahækkanir í Bretlandi ástæða þess að ríka fólkið er að flýja – „Þegar maður sér kerfi sem eru að hrynja, þá spyr maður sig“

Skattahækkanir í Bretlandi ástæða þess að ríka fólkið er að flýja – „Þegar maður sér kerfi sem eru að hrynja, þá spyr maður sig“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“