fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
433Sport

Ummæli Rice vekja athygli í kjölfar orðróma – Var hann að gefa United undir fótinn?

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 31. október 2022 09:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Declan Rice, miðjumaður West Ham, lofsöng Old Trafford eftir leikinn gegn Manchester United í gær.

Heimamenn unnu leikinn 1-0, þökk sé frábæru skallamarki frá Marcus Rashford og frábærri frammistöðu David De Gea í markinu.

Hinn 23 ára gamli Rice hefur verið orðaður við stærri félög í mörg ár, þrátt fyrir ungan aldur. Þar hefur Chelsea gjarnan verið nefnt til sögunnar, en hann lék með yngri liðum félagsins áður en hann færði sig yfir til West Ham.

Þó hefur United einnig verið nefnt í þessu samhengi.

„Þetta veitir manni innblástur, þetta er Old Trafford,“ segir Rice um að spila á þessum sögufræga leikvangi.

„Maður hugsar um söguna, alla stóru leikina sem hafa verið hér og frábæru leikmennina sem hafa spilað hér. Maður vill koma hingað og setja mark þitt á leikinn. Þú vilt vinna og gera vel sjálfur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sesko staðfestur hjá Manchester United

Sesko staðfestur hjá Manchester United
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gríðarlegt áfall fyrir Manchester City

Gríðarlegt áfall fyrir Manchester City
433Sport
Í gær

Mikill heiður fyrir Rooney

Mikill heiður fyrir Rooney
433Sport
Í gær

Klámstjarnan notaði nekt til að koma mikilvægum skilaboðum áleiðis – Mynd

Klámstjarnan notaði nekt til að koma mikilvægum skilaboðum áleiðis – Mynd
433Sport
Í gær

Sorg í knattspyrnuheiminum – Tveir látnir eftir bílslys

Sorg í knattspyrnuheiminum – Tveir látnir eftir bílslys
433Sport
Í gær

Segir að stuðningsmenn Víkinga þurfi að gæta sín í Kaupmannahöfn – „Þeir voru ansi niðurlútir og skömmuðust sín“

Segir að stuðningsmenn Víkinga þurfi að gæta sín í Kaupmannahöfn – „Þeir voru ansi niðurlútir og skömmuðust sín“