fbpx
Fimmtudagur 24.júlí 2025
433Sport

Ólafur Karl Finsen hættur í Stjörnunni af persónulegum ástæðum

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 24. október 2022 11:30

Ólafur Karl Finsen © 365 ehf / Andri Marinó

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Karl Finsen hefur ekki verið í leikmannahópi Stjörnunnar í síðustu tveimur leikjum og er hættur af persónulegum ástæðum.

Ólafur sem er uppalinn í Garðabæ er samningslaus eftir tímabilið, ljóst er að hann verður ekki í Garðabænum á næstu leiktíð.

„Hann hættir út af persónulegum ástæðum,“ sagði Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnunnar í samtali við 433.is í dag.

Ólafur snéri aftur til Stjörnunnar í fyrra en hann hafði spilað með Val og FH áður en hann kom aftur í Garðabæinn. Hann hefur verið orðaður við ÍBV í Bestu deildinni.

Ágúst segir Stjörnuna vera byrjaða að skoða næsta tímabil og hvar sé hægt að styrkja liðið. Hilmar Árni Halldórsson meiddist alvarlega í aðdraganda móts en er á góðum batavegi og byrjaður að æfa.

Heiðar Ægisson rifti samningi sínum við Val og er líklega á leið aftur í Stjörnuna. „Hann er okkar maður, hann var í Stjörnunni þegar það gekk vel og við skoðum það klárlega,“ sagði Ágúst.

Þá er Þórarinn Ingi Valdimarsson að verða samningslaus í Garðabæ. „Þórarinn Ingi er flottur leikmaður og við viljum halda honum,“ sagði Ágúst um það hvort honum verði boðinn nýr samningur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

De Bruyne byrjar ekki vel á Ítalíu

De Bruyne byrjar ekki vel á Ítalíu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Selja ársmiða fyrir um 500 þúsund krónur – Ekkert lið kemst nálægt toppsætinu

Selja ársmiða fyrir um 500 þúsund krónur – Ekkert lið kemst nálægt toppsætinu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Lögreglan varð 35 ára plötusnúð að bana

Lögreglan varð 35 ára plötusnúð að bana
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Yfirgefur æfingabúðir félagsins sem ýtir sterklega undir brottför

Yfirgefur æfingabúðir félagsins sem ýtir sterklega undir brottför
433Sport
Í gær

Annað ‘Here we go’ komið frá Romano

Annað ‘Here we go’ komið frá Romano
433Sport
Í gær

Ótrúlega metnaðarfullir fyrir komandi tímabil – Nú orðaðir við einn besta markvörð heims

Ótrúlega metnaðarfullir fyrir komandi tímabil – Nú orðaðir við einn besta markvörð heims
433Sport
Í gær

Rafinha leggur skóna á hilluna

Rafinha leggur skóna á hilluna
433Sport
Í gær

Mourinho sagður vera að fá nóg í starfinu – Fær ekkert sem hann vill

Mourinho sagður vera að fá nóg í starfinu – Fær ekkert sem hann vill
433Sport
Í gær

Mikið fjallað um kærasta Sveindísar í fjölmiðlum

Mikið fjallað um kærasta Sveindísar í fjölmiðlum