fbpx
Mánudagur 20.maí 2024
433Sport

Ólafur Karl Finsen hættur í Stjörnunni af persónulegum ástæðum

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 24. október 2022 11:30

Ólafur Karl Finsen © 365 ehf / Andri Marinó

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Karl Finsen hefur ekki verið í leikmannahópi Stjörnunnar í síðustu tveimur leikjum og er hættur af persónulegum ástæðum.

Ólafur sem er uppalinn í Garðabæ er samningslaus eftir tímabilið, ljóst er að hann verður ekki í Garðabænum á næstu leiktíð.

„Hann hættir út af persónulegum ástæðum,“ sagði Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnunnar í samtali við 433.is í dag.

Ólafur snéri aftur til Stjörnunnar í fyrra en hann hafði spilað með Val og FH áður en hann kom aftur í Garðabæinn. Hann hefur verið orðaður við ÍBV í Bestu deildinni.

Ágúst segir Stjörnuna vera byrjaða að skoða næsta tímabil og hvar sé hægt að styrkja liðið. Hilmar Árni Halldórsson meiddist alvarlega í aðdraganda móts en er á góðum batavegi og byrjaður að æfa.

Heiðar Ægisson rifti samningi sínum við Val og er líklega á leið aftur í Stjörnuna. „Hann er okkar maður, hann var í Stjörnunni þegar það gekk vel og við skoðum það klárlega,“ sagði Ágúst.

Þá er Þórarinn Ingi Valdimarsson að verða samningslaus í Garðabæ. „Þórarinn Ingi er flottur leikmaður og við viljum halda honum,“ sagði Ágúst um það hvort honum verði boðinn nýr samningur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Rifjar upp óþægilegustu bílferð ævinnar: Sögðu ekki orð á leiðinni – ,,Hvað í andskotanum ertu að gera?“

Rifjar upp óþægilegustu bílferð ævinnar: Sögðu ekki orð á leiðinni – ,,Hvað í andskotanum ertu að gera?“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bauð öllum í drykk áður en hann kvaddi félagið eftir 12 ár

Bauð öllum í drykk áður en hann kvaddi félagið eftir 12 ár
433Sport
Í gær

Auddi talar vel um Gregg Ryder og vonast til að hann rétti skútuna af

Auddi talar vel um Gregg Ryder og vonast til að hann rétti skútuna af
433Sport
Í gær

Byrjunarliðin í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar – Hver verður meistari?

Byrjunarliðin í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar – Hver verður meistari?