Það kom upp athyglisvert atvik í leik Pachuca og Tigres fyrir helgi í mexíkósku deildinni.
Leiknum lauk með 2-1 sigri fyrrnefnda liðsins. Tigres jafnaði í 1-1 með marki Guido Pizarro á 64. mínútu og þá reif Carla nokkur Garza sig úr að ofan í fagnaðarlátunum.
Hún er mikill aðdáandi Tigres og vakti þetta mikla athygli.
Aðrir áhorfendur á vellinums stilltu sér meira að segja upp með henni og fengu að taka myndir.
Málið hefur einnig vakið athygli heimsins og ratað í fjölmiðla.
Myndir af þessu má sjá hér að neðan.