fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
433Sport

Aron Bjarna skoraði í Íslendingaslag – Jói Berg lék hálftíma með Burnley

Victor Pálsson
Laugardaginn 15. október 2022 21:07

Mynd; Sirius

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sirius vann Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Norrköping á heimavelli sínum.

Aron Bjarnason var á skotskónum fyrir Sirius og gerði fyrra mark liðsins í 2-0 sigri. Óli Valur Ómarsson lék einnig með Sirius en fór af velli á 61. mínútu.

Arnór Ingvi Traustason fór af velli á 42. mínútu fyrir Norrköping en hann var í byrjunarliðinu ásamt Ara Freyr Skúlasyni.

Andri Lucas Guðjohnsen kom inná fyrir Ara Frey snemma í seinni hálfleik en tókst ekki að setja mark sitt á leikinn.

Jóhann Berg Guðmundsson spilaði með Burnley í ensku Championship-deildinni er liðið vann Swansea sannfærandi 4-0. Jói Berg lék hálftíma í sigrinum og kom inná í stöðunni 4-0.

Einnig á Englandi lék Jón Daði Böðvarsson með Bolton og spilaði 74 mínútur er liðið gerði markalaust jafntefli við Barnsley í C-deildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Víkingar fengu stóran skell gegn tíu mönnum Bröndby – Breiðablik kveður Evrópudeildina

Víkingar fengu stóran skell gegn tíu mönnum Bröndby – Breiðablik kveður Evrópudeildina
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

City hafnaði Tottenham – Vilja miklu hærri upphæð

City hafnaði Tottenham – Vilja miklu hærri upphæð
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þýsku risarnir reyna að fá leikmann Brighton á láni

Þýsku risarnir reyna að fá leikmann Brighton á láni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Rómverjar reyna að fá Bailey

Rómverjar reyna að fá Bailey
433Sport
Í gær

Stefnir í að Liverpool missi af Guehi

Stefnir í að Liverpool missi af Guehi
433Sport
Í gær

Raiola um Donnarumma: ,,Erum í sjokki yfir vinnubrögðunum“

Raiola um Donnarumma: ,,Erum í sjokki yfir vinnubrögðunum“